Úrval - 01.03.1965, Síða 85

Úrval - 01.03.1965, Síða 85
MAÐUR ALDARINNAR 83 upp í víðfemar, sólbjartar hæðir. En biðum vér ósigur, mun allur heimurinn sökkva niður i hgldýpi nýrrar skuggaaldar. Lát oss því búast til að takast á herðar skgldur vorar og hegða oss þannig, að þótt brezka heimsveld- ið og þjóðasamveldið standi enn í heilt áraþnsund, munu menn þá enn segja: „Þetta var þeirra dýr- legasta stund.“ — Richard Armstrong. Churchill bar á sér skammbyssu og hann tók hana oft í hönd sér og' sagði í strákslegri gleði: „Sjáið til Thompson, þeir ná mér aldrei lifandi. Ég skal hitta einn eða tvo, áður en þeim tekst að skjóta inig!“ — W. H. Thompson lögregluforingi. Hernaðaráætlanaskrifstofa 11. orr- ustuflugvéladeiídarinnar var uppá- haldsstaður Churchills í eftirlits- íerðum hans á þessu tímabili. Þetta var taugamiðstöð, og þaðan gat hann fylgzt með gangi orrustunnar um yfirráðin i loftinu yfir Bret- landi. Ég má til með að skýra frá einni slikri heimsókn hans í miðj- um ágústmánuði. Harðir loftbar- dagar höfðu geysað siðdegis þenn- an dag. Um tíma liöfðu allar sveit- ir innan deildarinnar tekið þátt í þeim. Engar varaflugvélar voru lengur til staðar, og kortaborðið sýndi, að nýjar bylgjur árásarflug- véla voru enn að fljúga inn yfir ströndina. Ég kvaldist af ótta. Er kvöldaði, hjaðnaði bardaginn, og svo héldum við Churchill þaðan í bíl. Fyrstu orð Churchills voru þessi: „Yrtu ekki á mig. Ég hef aldrei verið eins hrærður.“ Eftir um fimm minútna þögn hallaði hann sér fram á við og sagði: „Á sviði mannlegrar baráttu hafa svo margir aldrei átt svo fáum svo mik- ið að þakka." Orðin þessi voru sem meitluð inn i hug mér, og eins og allir vita, notaði Churchill þau siðan i ræðu, sem hlustað var á um gervallan heim. Ur neðanjarðarstöðvum 11. orr- ustuflugvéladeildarinnar fylgdist hann með orrustunni þ. 15. sept- ember, sem markaði timamót í við- ureigninni um Bretland. Hann var sem töfraður af ljósglömpunum, sem fylgdu hreyfingum flugvélanna eftir, og hann hafði orð á því, að orrusta þessi væri „háð á sunnu- degi eins og orrustan við Water- loo.“ Það kvöld fékk hann þær hughreystandi fréttir, að brezki flugherinn hefði skotið niður 183 flugvélar, en sjálfur aðeins misst 40. (Upplýsingar, sem fengust eftir striðið um orrustu þessa, sýna, að tap óvinanna var að vísu minna en þetta, en samt nægilega mikið til þess að bægja Þjóðverjunum burt.) Tveim dögum síðar liætti Hitler við „Sæljónsáætlunina“, innrásina, sem hann hafði verið að undirbúa í höfnunum handan Ermarsunds, og hóf þess i stað algerlega vægðar- lausar loftárásir á Lundúni. — Richard Armstrong. Churchill ákvað að eyða ekki nóttinni i forsætisráðherrabústaðn- um í nr. 10 við Downingstræti, sem var alveg tilvalið skotmark fyrir þýzku sprengjuflugvélarnar, en flytja þess í stað í byrgi í stjórn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.