Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 85
MAÐUR ALDARINNAR
83
upp í víðfemar, sólbjartar hæðir.
En biðum vér ósigur, mun allur
heimurinn sökkva niður i hgldýpi
nýrrar skuggaaldar.
Lát oss því búast til að takast á
herðar skgldur vorar og hegða oss
þannig, að þótt brezka heimsveld-
ið og þjóðasamveldið standi enn í
heilt áraþnsund, munu menn þá
enn segja: „Þetta var þeirra dýr-
legasta stund.“
— Richard Armstrong.
Churchill bar á sér skammbyssu
og hann tók hana oft í hönd sér
og' sagði í strákslegri gleði: „Sjáið
til Thompson, þeir ná mér aldrei
lifandi. Ég skal hitta einn eða tvo,
áður en þeim tekst að skjóta inig!“
— W. H. Thompson lögregluforingi.
Hernaðaráætlanaskrifstofa 11. orr-
ustuflugvéladeiídarinnar var uppá-
haldsstaður Churchills í eftirlits-
íerðum hans á þessu tímabili. Þetta
var taugamiðstöð, og þaðan gat
hann fylgzt með gangi orrustunnar
um yfirráðin i loftinu yfir Bret-
landi. Ég má til með að skýra frá
einni slikri heimsókn hans í miðj-
um ágústmánuði. Harðir loftbar-
dagar höfðu geysað siðdegis þenn-
an dag. Um tíma liöfðu allar sveit-
ir innan deildarinnar tekið þátt í
þeim. Engar varaflugvélar voru
lengur til staðar, og kortaborðið
sýndi, að nýjar bylgjur árásarflug-
véla voru enn að fljúga inn yfir
ströndina. Ég kvaldist af ótta.
Er kvöldaði, hjaðnaði bardaginn,
og svo héldum við Churchill þaðan
í bíl. Fyrstu orð Churchills voru
þessi: „Yrtu ekki á mig. Ég hef
aldrei verið eins hrærður.“ Eftir
um fimm minútna þögn hallaði
hann sér fram á við og sagði: „Á
sviði mannlegrar baráttu hafa svo
margir aldrei átt svo fáum svo mik-
ið að þakka." Orðin þessi voru sem
meitluð inn i hug mér, og eins og
allir vita, notaði Churchill þau
siðan i ræðu, sem hlustað var á um
gervallan heim.
Ur neðanjarðarstöðvum 11. orr-
ustuflugvéladeildarinnar fylgdist
hann með orrustunni þ. 15. sept-
ember, sem markaði timamót í við-
ureigninni um Bretland. Hann var
sem töfraður af ljósglömpunum,
sem fylgdu hreyfingum flugvélanna
eftir, og hann hafði orð á því, að
orrusta þessi væri „háð á sunnu-
degi eins og orrustan við Water-
loo.“ Það kvöld fékk hann þær
hughreystandi fréttir, að brezki
flugherinn hefði skotið niður 183
flugvélar, en sjálfur aðeins misst
40. (Upplýsingar, sem fengust eftir
striðið um orrustu þessa, sýna, að
tap óvinanna var að vísu minna en
þetta, en samt nægilega mikið til
þess að bægja Þjóðverjunum burt.)
Tveim dögum síðar liætti Hitler
við „Sæljónsáætlunina“, innrásina,
sem hann hafði verið að undirbúa
í höfnunum handan Ermarsunds,
og hóf þess i stað algerlega vægðar-
lausar loftárásir á Lundúni.
— Richard Armstrong.
Churchill ákvað að eyða ekki
nóttinni i forsætisráðherrabústaðn-
um í nr. 10 við Downingstræti, sem
var alveg tilvalið skotmark fyrir
þýzku sprengjuflugvélarnar, en
flytja þess í stað í byrgi í stjórn-