Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
og sagði lágt og rólega: „Þessa
málstofu verður að reisa aftur. ...
alveg eins og hún var. En þangað
til munum við ekki sleppa úr nein-
um umræðudegi.“
Hann strauk jakkaerminni yfir
augu sér og skundaði burt, heim
i Styrjaldarherbergið, að áætlunun-
um og ráðabrugginu um sigur.
— Guy Eden.
„SÖGU OKKAR LYKI EKKI“
Sunnudaginn þ. 22. júní, meðan
forsætisráðherrann var enn á
Chequers, sveitasctri brezka for-
sætisráðherrans, barst honum orð-
sending, sem breytti öllu yfirbragði
stríðsins. Þýzka innrásin í Rúss-
land væri hafin. í ræðu, sein var út-
varpað þetta kvöld, mælti Churchill
á. þessa leið: „Enginn hefur verið
stöðugri andstæðingur kommúnism-
ans en ég hef verið siðasta aldar-
fjórðunginn. Ég mun ekki taka aft-
ur eilt orð, sem ég hef sagt um þá
stéfnu. En það máist allt saraan út
frammi fyrir þeirri útsýn, sem nú
opnast. Sérhver sá maður og sér-
hvert það ríki, sem berst gegn naz-
ismanum, mun njóta hjálpar okkar.
Sérhver sá maður og sérhvert það
riki, sem styður Hitler, er fjand-
maður okkar.“
Gerald Pawle.
Stríðið gerbreytti nú um svið,
er Rússland bættist í hópinn, og
þeir Roosevelt og Churchill álitu
nú, að það væri mjög nauðsynlegt
fyrir þá að hittast persónulega.
Gerð var áætlun um fundarstað i
ágústmánuði í Placentiaflóa við Ný-
fundnaland. Forsetinn kom þangað
á skipinu „Augusta“ og forsætisráð-
herrann á skipinu „Prinsinn af
Wales“. Churchill hefur skrifað
hrífandi lýsingu á atburði þessum,
er gerðist þennan sumarmorgun á
þessum friðsæla flóa, er baðaður
var geislum sólarinnar. Þegar for-
setinn kom um borð í „Prinsinn af
Wales“ með öllu starfsliði sínu til
guðsþjónustu, „riðluðust þéttar rað-
ir brezkra og amerískra sjóliöa og
blönduðust algerlega í einn hóp.
Þeir notuðu sálmabækurnar í fé-
lagi og tóku innilegan þátt í bænum
þeim og sálmum, sem þeir þekktu
allir svo mæta vel. Ég valdi sjálfur
sálmana „Fyrir þá, sem eru í sjávar-
háska“ og „Áfram, Iíristsmenn
krossmenn“. Við lukum guðsþjón-
ustunni með sálminum „Ó guð, vor
hjálp á horfnum tíma.“ Sérhvert
orð virtist ná beint að hjartastað.
Það var dásamlegt að upplifa þessa
stund.“
Churchill kom með hina upp-
runalegu frumdrætti að Atlants-
hafssáttmálanum — sem var hans
eigið verk.
— A. L. Rowse.
Sáttmálinn var aldrei ritaður á
pergament né undirritaður, inn-
siglaður eða lesinn inn á segulband.
Hann var bara fjölritaður og birtur.
En samt voru áhrif hans söguleg
og náðu um allan heim. Þriðja at-
riði hans hljóðar á þessa leið: „Þau
(þ. e. aðildarrikin) virða rétt allra
þjóða til þess að velja sér sjálfar
þá stjórnskipun, sem þær vilja lifa
við.“ (Þessi setning var eftir
Churchill sjálfan) Þetta litla orð
„allra“ var síðan hornsteinn þess