Úrval - 01.03.1965, Side 96
94
tJRVAL
Churchill gerðist hinn ómetan-
legi öxull samstarfs Bandamanna.
Hann var eldri en þeir Roosevelt
og Stalin, en samt var það hann,
sem fór i flest þau ferðalög, sem
nauðsynleg reyndust til þess að
bera saman bækurnar viðvíkjandi
styrjaldarrekstrinum og halda ráð-
stefnur.
— A. L. Rowse.
Hann fór aldrei fram á neitt þakk.
læti fyrir þá kvöl, sem hinar löngu
samræður við Stalin, Bandaríkja-
menn, Chiang Kai-shek og forsætis-
ráðherra samveldislandanna ollu
honum, né fyrir hinar þreytandi
setur á endalausum ráðstefnum,
sífelldar bréfaskriftir og simahring
ingar. Það getur jafnvel verið, að
hann hafi hálft i hvoru haft gam-
an af sumu þessu, þó liklega að
undanteknum samskiptunum við
de Gaulle. („Við höfum öll okkar
kross að bera,“ sagði hann eitt
sinn. „Og minn kross er Lorraine-
krossinn.“) En hvort sem hann
naut skyldustarfanna eða ekki, hik-
aði hann aldrei við að vinna þau
eða reyndi að koma sér undan
þeim, og hann tók möglunarlaust
við því hlutverki að lúta á ýmsan
hátt yfirstjórn Bandaríkjamanna,
sem var honum ekki ætið geðfellt.
— Alan Moorehead.
Á timabilinu næst á undan Jalta-
ráðstefnunni, þegar forsætisráð-
herrann fór ákveðið fram á það
við Roosevelt, að þeir héldu ráð-
stefnu með Rússum, áleit Roosevelt,
að viðræður þeirra Churchills um
slíka hugsanlega ráðstefnu kynnu
að móðga Stalín, og stakk hann upp
á því, að mál þessarar tilvonandi
ráðstefnu yrðu afgreidd á 5—6
dögum. Churchill var enn sann-
færður um, að útkljá yrði helztu
vandamálin, áður en aðalumræð-
urnar hæfust. Því sendi hann svo-
hljóðandi símskeyti til Roosevelts:
„Ég sé enga aðra leið til þess að
vonir okkar um skipulag fyrir heim-
inn megi rætast á fimm til sex dög-
um. Jafnvel guð almáttugur tók
sjö daga til þessa verks.“
— Gerald Pawle.
Samstarfið við Rússa var enginn
rósabeður, og aðalerfiðið, ásakan-
irnar og gagnrýnin kom í hlut
Churchills. Stalin kynnti undir
hégómagirni forsetans, og forset-
inn veitti því ekki Churchill þann
stuðning i samskiptunum við Rússa,
sem Churchill hafði vænzt. Alvar-
legustu mistökin voru þau að leyfa
Stalin að kollvarpa hinni löglegu
stjórn mótspyrnuhreyfingar Pól-
lands. Yíð létum undan. .. . og allt
hitt fylgdi á eftir: yfirráð Rússa
yfir Eystrasaltsríkjunum, Austur-
Prússlandi, Rúmeníu, Ungverja-
landi og Tékkóslóvakíu. Nú voru
Rússar búnir að koma sér fyrir
inni í miðri Evrópu. Við getum ekki
álasað Churchill fyrir þetta, þótt
hann verði að bera hluta ábyrgðar-
innar af því, sem gerðist: þetta
verður ensk-bandarísk samábyrgð,
söguleg mistök, sem við verðum að
þola hinar alvarlegustu afleiðingar
af.
— A. L. Rowse.
Veturinn 1944, meðan Rússar voru