Úrval - 01.03.1965, Page 104

Úrval - 01.03.1965, Page 104
102 ÚRVAL Winters, svo að varla væri hægt að halda því fram, að myndir hans hafi verið teknar til sýningar vegna annars en gæða. Siðan hefur hann sýnt á sýningu Akademíunn- ar á ári hverju. En búskapur, hestarækt og list- málun voru aðeins tómstundastörf hans á áttunda áratugnum. Ritstörf- in voru lians raunverulega viðfangs- efni, og þau voru alveg geysileg. Það er meira en hálf önnur millj- ón orða í hinu sex binda verki hans um síðari heimsstyrjöldina. Iiann safnaði um sig heilu liði rit- ara, sagnfræðinga, tæknilegra sér- fræðinga og alls konar aðstoðar- manna sér til aðstoðar við þetta mikla verk. Allt þetta starfslið varð að brjóta sér leið gegnum heila skóga af skjölum og plöggum frá stríðsárunum, velja, hafna, flokka og merkja. Stundum unnu ritararn- ir á vöktum alla nóttina, og oft las hann fyrir 8000—9000 orð á ein- um degi. Verk þetta hefur verið þýtt á 18 mál og varð til þess að afla Churchill bókmenntaverðlauna Nobels. — Alan Moorehead. „WINSTON ER KOMINN AFTUR“, Þrem dögum fyrir 74. afmælis- daginn sinn klæddi hann sig í reið- buxur, hressti sig á rommpúnsi og þaut af stað á refaveiðar á lánshesti. Russel-hattinum sínum, sem hann skildi sjaldan við sig, hafði hann ýtt vel niður á ennið, og vindill- inn var að venju klemmdur milli tanna hans. Eftir að refaveiðunum og af- mælisdeginum var lokið, stóð Churchill svo upp í neðri máls- stofunni og krafðist þess, að Clem- ent Attlee forsætisráðherra gerði fyrir hönd Verkamannaflokks- stjórnarinnar grein fyrir fram- kvæmdum í varnarmálum, er nú væru í niðurníðslu. — Time. En nú spratt upp óánægjá mikil innn íhaldsflokksins. Þar var því hvíslað, að kannski væri betra, að Winston segði af sér og Anthony Eden tæki sæti hans. I timaritinu „Picture Post“ birtist grein, sem bar fyrirsögnina: „Er Churchill íhaldsflokknum fjötur um fót?“ í dagblaðinu Sunday Express, sem gefið var út af Beaverbrook lávarði, birtist ákveðið svar í varnarskyni, og þar gat að líta þessi orð: „Þegar Churchill situr i þingsæti sínu á þingi, þá rignir eldi og eimyrju úr gini stjórnarandstöðunnar, en þeg- ar hann er þar ekki staddur, er þingmannaröðin á frambekk flokks- ins ekki hættulegri en röð af gulum narsissum í blómabeði.“ Þótt Churchill gerði sér grein fyrir áróðrinum fyrir þvi, að Eden tæki sæti hans, lét hann sein ekk- ert væri og hélt fast í sæti sitt. Eitt sinn sagði hann íbygginn við vin sinn: „Þegar mig langar til þess að stríða Anthony, minni ég hann á, að Gladstone hafi myndað síðustu stjórn sína, þegar hann var orðinn 84 ára gamall.“ Winston gerði rétt, þegar hann lét þetta ekkert á sig fá, því að gagnrýni flokksbræðra hans hjaðn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.