Úrval - 01.03.1965, Síða 108
106
ÚRVAL
höfðu sett mark sitt á hann, en
hann var ætíð sami ræðusnillingur-
inn og vék ekki um hársbreidd í
umræðum i þinginu. Tilsvör hans
og athugasemdir höfðu ekki misst
sína bitru brodda. Hann afgreiddi
„picádora“ (nautaegnara) þingsins
með sömu mýktinni og hr. Pick-
wick beitti í sínum skiptum.
— Lewis Broad.
Arthur Lewis (þingmaður Verka-
mannaflokksins): Gerir forsætis-
ráðherrann sér grein fyrir því,
hversu áhyggjufull þjóðin er vegna
viðureignarinnar i Kóreu?
Forsætisráðherrann: Ég geri mér
fulla grein fyrir hinum miklu á-
hyggjum, sem hæstvirtur þingmað-
ur hefur vegna fjölmargra mála,
sem eru fyrir ofan hans skilning.
Hector Hughes (þingmaður Verka-
mannaflokksins) spurði forsætis-
ráðherrann að því, hvort hann væri
reiðubúinn að taka aftur neitun
sína um að aðskilja Landbúnaðar-
ráðuneytið og Fislcimálaráðuneyt-
ið.
Forsætisráðherrann: Ég álít, að
það væri ekki ákjósanlegt fyrir-
komulag að hafa sérstakt ráðuneyti
fyrir sérhvern þann atvinnuveg,
sem er þjóðhagslega mikilvægur.
Þessar tvær atvinnugreinar hafa
lengi verið í nánum tengslum í
sama ráðuneytinu, og þegar öllu
er á botninn hvolft, þá er fiskur og
steiktar kartöflur (chips) tengd
ýmsum fornum tengslum.
— Hansard.
Dag nokkurn hélt stjórnmálaleg-
ur andstæðingur hans langdregna
og leiðinlega ræðu í þinginu. Að
hálftíma liðnum hreiðraði Church-
ill um sig i sætinu og lokaði aug-
unum. Ræðumanni gramdist þetta
og spurði hárri röddu: „Verðið þér
endilega að sofna, meðan ég er að
tala?“
Churchill svaraði án þess að
opna augun: „Nei, það geri ég af
algerlega frjálsum vilja.‘
— E. E. Edgar.
SET7T í HELGAN STEIN
í marzmánuði árið 1955 brá blaða-
lesendum, er þeir fréttu, að Church-
ill ætti að lokum að víkja fyrir
eftirmanni sínum, Sir Anthony
Eden. Gárungarnir höfðu hent gam-
an að hinni löngu bið Sir Anthon-
ys, og sagt var, að vinir hans hefðu
nýlega sagt við Churchill: „Sjáðu
til, Winston, ef þú segir ekki bráð-
lega af þér, þá verður hann Anth-
ony of gamall í þetta starf. „En
þessum blaðafréttum var tekið af
varúð. Var ekki aðeins um að ræða
enn nýja slúðursögu i þessu efni?
Churchill gaf ekkert til kynna um
það, hvort hann myndi halda á-
fram að vera forsætisráðherra eða
ekki. Því ríkti mikil óvissa um
þetta manna á meðal allt fram á
síðustu stund.
En aðfaranótt mánudagsins 4.
apríl gerðist atburður í forsætis-
ráðherrabústaðnum nr. 10 við
Downingstræti, er Elísabet drottn-
ing heiðraði forsætisráðherra sinn
með því að sitja þar kvöldverð í
boði þeirra Sir Winstons og Lafði
Churchill, og átti slíkur atburður
sér ekkert fordæmi. Þar voru helztu
menn stjórnarinnar viðstaddir. Enn