Úrval - 01.03.1965, Síða 114
112
ÚRVAL
6 af þeim 57, sem grunaðir eru í hinu dularfulla máli: „Hver skrifaði Shakespeare-
verkin?" Frá vinstri til hægri: Christopher Marlowe, Sir Walter Ralegh, Jarlinn af
Derby, Jarlinn af Oxford, Jariinn af Essex, Sir Francis Bacon.
ir og Harmleikir hr. Williams
Shakespeares, Gefnir út í samræmi
við raunveruleg frumrit þeirra.“
(„Mr. William Shakespeare’s Come-
dies, Histories, and Tragedies. Publ-
ished according to the True Ori-
ginall Copies.“) Þessi frumútgáfa
(First Folio) kom út 7 árum eftir
daúða manns þess, er þekktur var
sem William Shakespeare frá Strat-
ford-upon-Avon. Tekið var fram í
safninu, að tveir samleikarar hans
hafi safnað verkunum saman. Þá
virðist enginn hafa efazt um, hver
hinn raunverulegi höfundur þeirra
væri.
Það var ekki fyrr cn á miðri 19.
öld, að farið var að draga alvar-
lega í efa, að Shakespeare væri hinn
raunverulegi höfundur verkanna.
Hinir fyrstu áhangendur þessarar
stefnu álitu, að Sir Francis .Bacon
hefði skrifað verk Shakespeares,
annað hvort einn sins liðs eða í
félagi við aðra, og dulizt bak við
nafn Shakespeares. Þrjár , eftirfar-
andi spurningar voru helzta uppi-
staðan í röksemdafærslu þeirra og
öðrum slíkum, sem á eftir liafa far-
ið:
1. Hefði nokkur einn inaður getað
búið yfir allri þeirri fegurð og öll-
um þeim sannleika, sem útausið er
í sonnettum(ljóðum) og leikritum
Shakespeares? Hvernig gat vizka
sú, sem einn maður öðlaðist á sinni
stuttu ævi, reynzt svo algild fyrir
öll þau tímabil, sem á eftir hafa
farið, fyrir allar þær kynslóðir,
sem á eftir hafa komið?
2. Hafi einn maður afrekað þetta
allt, hefði það þá ekki hlotið að
vera geysimenntaður maður sam-
kvæmt þeirra tíma mælikvarða,
maður, sem naut ýmissa forréttinda
uppeldis, menntunar og þjóðfélags-
stöðu í heild? Hefði sá maður ekki
hlotið að standa nærri valdhöfum
landsins? Hefði hann ekki hlotið
að vera þaulkunnugur bókmenntum
og tungum annarra þjóða?
3. Er nokkur sönnun fyrir því,