Úrval - 01.03.1965, Page 117
HVER ER RAUNVERULEGUR HÖFUNDUR ... 115
þ. e. Bacons, Marlows, Raleighs,
jarlanna af Derby og Ruthland og
greifynjunnar af Pembroke. Að áliti
sumra þeirra, sem aðhyllast slikar
kenningar, var Shakespeare ritstjóri
hópsins, bar saman og samræmdi
verk hinna. Gegndi hann þessu
starfi vegna þekkingar sinnar é
leiklist og leikaðferðum og leik-
venjum Elísabetartímans.
JARLARNIR AF DERBY OG ESSEX
OG AÐRIR
Sú skoðun, að þessir mætu menn
hafi unnið að verkum Shakespeares,
annað hvort saman eða hver um sig,
er grundvölluð á góðri menntun
þeirra, nánum tengslum við hirðina
og ýtarlegum heimildum um þátt-
töku þeirra í opinberu lífi. William
Stanley, sjötti jarl af Derby, þekkti
Frakkland og bókmenntir þess bet-
ur en flestir Englendingar á hans
dögum, og samtímaplögg skýra svo
frá, að hann hafi verið önnum kaf-
inn „við að skrifa gamanleiki fyrir
starfandi leikara“. Helztu stuðnings-
menn hanseru franskir fræðimenn.
Robert Devereux, annar jarl af
Essex, var persónulega gagnkunnug-
ur ástalífinu við hirðina, þar eð
hann hafði verið i miklu uppá-
haldi hjá Elísabetu drottningu.
Einnig var hann í herþjónustu og
hefði því vel getað skrifað orr-
ustuatriðið í Hinriki IV. og Hinriki
V-. Vegna ferðalaga sinna og rann-
sóknarleiðangra hlýtur Sir Walter
Raleigh að hafa þekkt sjávarföll
þau og vinda þá, sem minnzt er á
í „Ofviðrinu“ (The Tempest). Sam-
kvæmt ýmsum kenningum á hann
að hafa verið einn af hópnum.
MARLOWE
Það er mikill skyldleiki með
verkum þeirra Marlowes og Shake-
speares, bæði hvað snertir skáld-
legar hugmyndir og orðalag, og
margir stuðningsmenn Shakespear-
es (Stratfordsinnar) viðurkenna, að
áhrifa frá Marlowe gæti í verkum
Shakespeares. Sagan greinir frá
því, að Marlowe, sem fæddur er
sama ár og Shakespeare, hafi ver-
ið drepinn í ryskingum i krá einni
árið 1593. En í bók sinni „Morð
mannsins, sem var Shakespeare“
(The murder of the man who was
Shakespeare), ber Calvin Hol'fman
fram ýmis sterk rök fyrir því, að
hann hafi ekki verið myrtur, held-
ur hafi vinur Marlowes, Sir Thomas
Walsingham, sett „morð“ á svið til
þess að bjarga höfundinum frá því
að vera ákærður sem trúleysingi.
Stuðningsmenn þessarar lcenningar
halda því fram, að Marlowe hafi
flúið til meginlandsins eftir „morð-
ið“, hafi skrifað þar fyrstu Shake-
speareverkin, smyglað þeim til
Englands til útgáfu þar og síðan
haldið áfram að skrifa í felum á
óðali Walshinghams. Þeir hinir
sömu benda á þá staðreynd, að
fyrsta verkið, sem bar nafn Shake-
speares, hið langa ástakvæði „Venus
og Adonis“, hafi verið gefið út
fjórum mánuðum eftir „morð“ Mar-
lowes.
JARLINN AF OXFORD
Edward de Vere, 17. jarl af Ox-
ford, var ljóðskáld, lcikritaskáld og
velgerðarmaður rithöfunda og leik-
ara. Skjaldarmerki hans sýnir ljón,
sem hristir spjót. Vegna leikni sinn-