Úrval - 01.03.1965, Page 118
116
ar í burtreiðaíþróttum þeirra tima
fékk hann uppnefnið „Spjótahrist-
ir“ (Spearshaker). Hann hafði tek-
ið háskólapróf, hafði öðlazt lög-
fræðilega þjálfun og reynslu og
hafði ferðazt víða um Evrópu. Hann
talaði frönsku, latínu og grisku,
þýddi verk Ovids og naut þess að
taka þátt í leiksýningum á vegum
hirðarinnar.
Sú hugmynd hefur komið fram,
að hin leyndardómsfulla „dökk-
leita frú“ sonnettanna hafi verið
hin dökkhærða Anne Vavasor við
hirð drottningarinnar, en með
henni og jarlinum af Oxford voru
heitar ástir. Tengsl jarlsins af Ox-
ford við hirðina gerðu það að verk-
um, að hann gat ekki birt Shake-
speareverkin undir eigin nafni, en
stuðningsmenn hans álita, að hann
hafi einnig falið alls kyns tákn í
leikritunum og sonnettunum, sem
bendi til þess, að hann sé hinn
raunverulegi höfundur.
Þeir, sem ákafast standa gegn
kenningum Stratfordsinna, hafa
stutt jarlinn af Oxford á undan-
förnum árum, og er það helzt vegna
athyglisverðra bóka, sem Dorothy
Ogburn skrifaði árin 1952 og 1962
ásamt manni sínum, sem nú er lát-
inn, og syni sínum, Charlton Og-
burn yngri. Ogburnfjölskyldan á-
lítur, að manninum frá Stratford,
sem var aðeins minni háttar leikari,
hafi verið mútað til þess að gerast
leppur fyrir hinn raunverulega
höfund. Ýmsir aðrir andstæðingar
Stradfordsinna, þar á meðal sumir
stuðningsmenn Marlowes, eru á
sömu skoðun.
ÚRVAL
FLÓKNIB DULMÁLSLYKLAR
Iðkun alls kyns orðaleikja og
notkun stafavíxls var jafn vinsæl
á Elisabetartimanum og bridge er
núna. Allir þeir, sem gaman liafa
af slíku, hafa getað í'undið ein-
hvern þann lykil í verkunum, sem
gefi til kynna, hver hafi raunveru-
lega skrifað þau. Sir Edvin Durn-
ing-Lawrance, sem er einn af
lielztu stuðningsmönnum Francis
Bacons, tók tii dæmis risaorðið
„honorificabilitudinitatibus“ upp á
sina arma, en orð það kemur fyrir
í leikritinu „Love’s Labour's Lost“.
Siðan áleit hann sig hafa fundið
dulmálslykil i orði þessu, og var
hann mjög flókinn, en virtist þó
rökréttur. Með hjálp hans skipti
hann orðinu niður í smáorðin Hi
Ludi F. Baconis Nati Tuiti Orbi,
sem er latína og þýðir: „Þessi leik-
rit, afkvæmi F. Bacons, eru varð-
veitt fyrir heiminn“.
William og Elizabeth Friedman,
sem bæði eru mjög snjallir dul-
málsfræðingar, skrifuðu bók nokkra
árið 1957, er bar heitið „The Shake-
sperena Chipers Exomined“ (Dul-
tákn Shakespeareverkanna rannsök-
uð), og reyndu þau að skilgreina
slik dulartákn með þessu verki
sínu. Þau drógu þá ályktun, að
„liefði dulbúin orðsending verið
falin i textanum með hjálp ein-
hverra dultákna, hefði orðið að
velja þannig tákn, að úr þeim
mætti lesa eina vissa, skýra orð-
sendingu, er aðeins gæti haft eina
merkingu. En nú vill bara svo til,
að jafnmargar „lausnir“ örðsend-
inganna herast og þær eru marg-
ir, sem reyna að „leysa“ þær.