Úrval - 01.03.1965, Síða 121
SIÍEMMDARV ARGARNIR
119
Jí&' $&»***'
þess að milda guðina og tryggja
goða uppskeru. Miklu síðar skrif-
aði Shakespeare: „Hin sjúka nátt-
iúra hfýzt oft fram í undarlegri
imyn'4, og ráðizt er gegn jarðvegi
■'alíöí’lendisins og hann þjáist af
íeiiös konar innantökum.“
Ryðsjúkdómarnir herjuðu á nytja-
jurtir Rómverja, en í Norður-
Evrópu herjaði „fýludrep", sjúk-
dómur, sem orsakaðist af sveppateg-
und einni. Hin ótölulegu svörtu gró
sveppa þessara gáfu hveitikornun-
um dökkan lit og mjölinu þar að
auki beiskt bragð, Það var á þess-
um tíma, að engiferbrauð varð vin-
sælt, því að litur þess og bragð var
þannig, að hvort tveggja hjálpaði
til þess að leyna sjúkdómi þessum
ífyrir mónnum. Korndrep, sem er
rúgsjúkdómur, var miklu alvarlegra
!eðlis, en á miðöldum olli hann ó-
læktiandi eitrun. Likt og gró fýlu-
-sveppanna voru hin svörtu rúg-
edrepsgró, sem líktust litlum horn-
’um, möluð ásamt rúginum, þannig
að þau blönduðust honum alger-
lega. Höfðu þau ofsaleg áhrif á þá,
sem borðuðu brauð af sýktum rúgi,
olli fósturlátum og öðrum sjúkleika
og gátu jafnvel valdið því, að fólk
missti útlimi. Þeir, sem þjáðust af
sjúkdómi þessum, stöppuðu niður
fótum sínum og sveifluðu harid-
leggjunum, og álitið ver, að lang-
varandi sveppaeitrun hafi valdið
þeirri bylgju „dansgeðveiki“, sem
þá gekk yfir.
Löngu síðar eða árið 1845, olli
írska kartöfluhungursneyðin þvi,
að meira en 1 milljón manna dó
og önnur hálf milljón íra fluttist
til Yesturheims. Þessum harmleik
olli kartöflusýkin phytoplhora in-
festans.
Aftur á móti voru það skordýr,
sem breiddu út þann sjúkdóm, sem
olli því að miklu leyti, að fyrsta
tilraunin til þess að grafa Panama-
skurðinn mistókst á árunum 1881
—89. Skýrsla frá þeim tíma stað-
festir, að það hafi jafnvel ekki verið
til nóg tré á eiðinu til þess að smíða
úr krossa á grafir þeirra 50.000
verkamanna, sem dóu þar úr mýra-
köldu og mýgulusótt. Hitt ævintýra-
lega velgengni annarrar tilraúnar-
innar er rakin til árangursins af
hinni velskipulögðu herför Gorgas
hershöfðingja gegn mýlirfunum,
sem ollu þessum sjúkdómum. En
mýrakalda hefur verið mjög alvar-
leg ógnun við mennina allt fram á
siðustu ár. Það er ekki lengra en
síðan 1930, að rannsókn sýndi, að
í Indlandi einu dóu 2 milljónir
manna af mýraköldu á hálfu ári.
Samkvæmt hinum ströngu lögum
Móður Náttúru er það ekki neitt
nýtt fyrirbrigði, að uppskera eyði-
leggist og fólk hrynji niður úr
sjúkdómum, og við getum séð það
staðfest án alls vafa, að fornöldin
var í rauninni alls ekki sá „gull-
aldartimi“, sem hún er kannske
stundum í augum okkar 20. aldar
manna.
Sú hugmynd er heldur ekki ný,
að reynt sé að berjast gegn þessum
skaðræðisskepnum, reynt sé að
berjast fyrir lífi sinu, berjast til
sigurs. Árið 1000 f. Kr. skrifaði
Ilomer um „þann brennistein, sem
vinnur á plágum“, og Plinius hinn
eldri (23—79 e. Kr.) helgaði að
mestu leyti verk sín nr. 17 og 18