Úrval - 01.03.1965, Side 128

Úrval - 01.03.1965, Side 128
126 ÚRVAL til meðvitundar eftir viðeigandi meðferð. Sex mánuðum áður hafði Mary, fætt þriðja barn þeirra hjóna. Þeg- ar hún kom heim af fæðingar- deildinni virtist allt í lagi með hana, nema hún var máttfarin og batinn var hægfara. Störfin urðu henni ofviða. Hún gat ekki hugsað skýrt, eða einbeitt huganum við lestur. Hún grét oft og sagðist vera misheppnuð sem móðir og eigin- kona. Áður hafði hún haft ánægju af að sjá vini sína, en nú forðaðist hún þá. Hún svaf vel framan af nóttu, en vaknaði venjulega um þrjúleytið og gat ekki sofnað aftur. Matarlystin var léleg og hún létt- ist um 9 kiló, Vinir hennar sögðu henni, að slíkt tímabil kæmi fyrir hjá mörgum konum eftir barns- burð, svo að hún hummaði fram af sér að leita læknis. Til allrar hamingju lifði hún af þessa tilraun til að svifta sig lifi, og eftir nokkurra vikna geðlæknis- meðferð var hún útskrifuð af • sjúkrahúsinu. Siðan eru liðin fimm ár. Hún hefur eignazt tvö börn til viðbótar, alltaf verið hraust og hamingjusöm og aldrei borið á þunglyndi siðan, Stundum eru einkennin flóknari og ekki alveg svona augljós. Hr. John B., 32ja ára verkamaður, var sendur í sjúkrahús vegna þrauta í baki, sem hann hafði þjáðst af í tvö ár. Þrautirnar urðu svo sárar, að hann varð óvinnufær. Hann vaknaði við þrautirnar venjulega um klukkan tvö á næturnar og gat þá ekki sofnað aftur. Hann missti áhuga á öllu. Fjölskylda hans veitti því athygli, að hann talaði hægar en áður og virtist andlega sljórri. Hann var raunamæddur, en kenndi þvi um, að hann gæti ekki unnið og hinuin stöðugu þrautum. Honum fannst hann vera að bregðast fjöl- skyldu sinni og gat ekki ógrátandi á það minnzt. Matarlystin var slæm og hann hafði létzt um 12 ltiló. Læknir hans sendi hann i sjúkra- hús til röntgenmyndatöku og frek- ari rannsókna. Þegar ekki fannst neinn vefrænn sjúkdómur, var ég fenginn til að líta á hann. Ég fann orsök sjúkdómsins, er mér tókst að koma auga á áðurnefnd fjögur grundvallareinkenni, enda þótt þeirra væri lauslega getið og þau væru að nokkru leyti dulin af hin- um þrálátu bakverkjum. Það ætl- aði að reynast erfitt að sannfæra hr. B. um, að sjúkleiki hans væri fremur af andlegum en líkamlegum uppruna, en hann féllst samt á með- ferð okkar. Fjórum vikum síðar gat hann snúið aftur til vinnu sinnar. Fyrir kemur að andleg og líkam- leg starfsemi þunglyndissjúklinga örvast í stað þess að hægja á sér. Þeir verða æstir, gera sér óþarfar og óraunhæfar áhyggjur út af öllu og örvænta um alla hjálp, æða um gólf og fórna höndum. Þeir eru yfirkomnir af kviða og ótta, og engar fortölur bita á þá. Frú R.L, 45 ára gömul húsfrú, hafði árum saman verið bókhaldari í fyrirtæki eiginmanns síns. Fyrir- spurn frá skattstofunni, i sam- bandi við venjulega endurskoðun á skatti, gerði hana skelfingu lostna. Hún var sannfærð um að yfirvöldin mundu finna skekkjur í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.