Úrval - 01.11.1965, Page 84

Úrval - 01.11.1965, Page 84
82 ÚRVAL Á meðal andstæðinga Cæsars í Gallíu, höfðu ríðandi hermenn því nær algerlega komið í stað hinna akandi hermanna fyrri kynslóða, en í Bretlandi voru úreltari aðferðir enn í tízku. í fyrsta herleiðangri sínum mætti Cæsar hermönnum, sem vanir voru að aka vögnum sín- um gegnum víglínu óvinanna og kasta spjótum sínum um leið, og stíga síðan af vagninum og ganga til bardaga. Brezku ökUmennirnir sýndu vissulega eindæma leikni, er þeir héldu vögnum sínum svo nærri aðal orrustunni, að þeir gætu auðveldlega komið höfðingja sínum til bjargar, ef hart var að honum sótt, og hlupu fram eftir vagnstöng- unum og stóðu fremst á þeim á meðan hestarnir héldu áfram ferð sinni. Fornleifafræðingar hafa ekki fundið þess nein merki, að til hafi verið „ljá“-vagnar („scythed" char- iots=vagnar með ljá eða hnífblaði út úr báðum öxulendum); en Cæs- ar getur þess, að brezkir hermenn hafi litað líkama sinn með bláum jurtalit (woad), og minnist á það, hve andstæðingarnir hafi orðið skelfdir. Einn sérkennilegasti þátturinn í félagslífi hetjanna var stórveizlan, og sígildir höfundar hafa lýst þessum veizlum þeirra. Foringjarnir sátu í hring, stranglega raðað eftir mann- virðingum — tignasti gesturinn — valinn úr eftir hreysti í hernaði, ætterni eða auðæfum — látinn sitja fyrir miðju, með gestgjafa kvölds- ins á aðra hönd við sig og þann, sem næst honum stóð að mannvirðing- um á hina. Bak við hringinn stóðu skjaldsveinarnir og báru skildi herra sinna. Óbreyttu hermennirnir sátu svo í öðrum hring, þar sem líka var stranglega raðað eftir mannvirðing- um. Veizlugestirnir sátu á hálmi eða skinnum og átu við lítil borð, og var þjónað af þrælum eða börnum. Gestum var óspart boðin þátttaka og voru ekki spurðir að nafni eða atvinnu fyrr en þeir höfðu borðað. Oftast var máltíðin brauð og steikt kjöt og gestirnir átu „hreinlega eins og ljón,“ tóku heil steikarstykki í hönd sér og stífðu úr hnefa, eða skáru sér stykki af aðal steikinni með sverði sínu. Ættflokkar, sem bjuggu nálægt ám, eða við Miðjarð- arhaíið eða Atlantshafið, höfðu stundum steiktan fisk til miðdegis- verðar, kryddaðan með salti og ediki. Fornum rithöfundum þótti það athyglisvert, að Keltarnir hvorki notuðu né kærðu sig um bómolíu (olivenolíu) — helzta steikarfeitin, sápuefni og ljósmeti, í hinum sið- menntaðri heimi. Keltarnir kunnu samt að meta aðra neyzluvöru, sem neytt var hvarvetna í hinum forna heimi. Vín var veitt í höfðingjahringnum óblandað, og er ekki laust við, að hinum siðmenntuðu sögumönnum þyki það út af fyrir sig dálítið glannalegt; hinum lægra settu veizlugeztum var hins vegar borinn hinn sérkennilegi keltneski bjór, eða mjöður. Vínbikararnir gengu eftir mannvirðingu frá manni til manns í hermannahringnum, og allir drukku úr sama bikar „lítið í einu . . . en oft.“ Kurteisisreglur vildu oft gleymast. Diodorus getur þess, að Gallar séu „drykkfelldir úr hófi, drekka vínið óblandað, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.