Úrval - 01.11.1965, Síða 84
82
ÚRVAL
Á meðal andstæðinga Cæsars í
Gallíu, höfðu ríðandi hermenn því
nær algerlega komið í stað hinna
akandi hermanna fyrri kynslóða,
en í Bretlandi voru úreltari aðferðir
enn í tízku. í fyrsta herleiðangri
sínum mætti Cæsar hermönnum,
sem vanir voru að aka vögnum sín-
um gegnum víglínu óvinanna og
kasta spjótum sínum um leið, og
stíga síðan af vagninum og ganga
til bardaga. Brezku ökUmennirnir
sýndu vissulega eindæma leikni,
er þeir héldu vögnum sínum svo
nærri aðal orrustunni, að þeir gætu
auðveldlega komið höfðingja sínum
til bjargar, ef hart var að honum
sótt, og hlupu fram eftir vagnstöng-
unum og stóðu fremst á þeim á
meðan hestarnir héldu áfram ferð
sinni. Fornleifafræðingar hafa ekki
fundið þess nein merki, að til hafi
verið „ljá“-vagnar („scythed" char-
iots=vagnar með ljá eða hnífblaði
út úr báðum öxulendum); en Cæs-
ar getur þess, að brezkir hermenn
hafi litað líkama sinn með bláum
jurtalit (woad), og minnist á það,
hve andstæðingarnir hafi orðið
skelfdir.
Einn sérkennilegasti þátturinn í
félagslífi hetjanna var stórveizlan,
og sígildir höfundar hafa lýst þessum
veizlum þeirra. Foringjarnir sátu í
hring, stranglega raðað eftir mann-
virðingum — tignasti gesturinn —
valinn úr eftir hreysti í hernaði,
ætterni eða auðæfum — látinn sitja
fyrir miðju, með gestgjafa kvölds-
ins á aðra hönd við sig og þann, sem
næst honum stóð að mannvirðing-
um á hina. Bak við hringinn stóðu
skjaldsveinarnir og báru skildi herra
sinna. Óbreyttu hermennirnir sátu
svo í öðrum hring, þar sem líka var
stranglega raðað eftir mannvirðing-
um. Veizlugestirnir sátu á hálmi eða
skinnum og átu við lítil borð, og
var þjónað af þrælum eða börnum.
Gestum var óspart boðin þátttaka
og voru ekki spurðir að nafni eða
atvinnu fyrr en þeir höfðu borðað.
Oftast var máltíðin brauð og steikt
kjöt og gestirnir átu „hreinlega eins
og ljón,“ tóku heil steikarstykki í
hönd sér og stífðu úr hnefa, eða
skáru sér stykki af aðal steikinni
með sverði sínu. Ættflokkar, sem
bjuggu nálægt ám, eða við Miðjarð-
arhaíið eða Atlantshafið, höfðu
stundum steiktan fisk til miðdegis-
verðar, kryddaðan með salti og
ediki. Fornum rithöfundum þótti það
athyglisvert, að Keltarnir hvorki
notuðu né kærðu sig um bómolíu
(olivenolíu) — helzta steikarfeitin,
sápuefni og ljósmeti, í hinum sið-
menntaðri heimi.
Keltarnir kunnu samt að meta
aðra neyzluvöru, sem neytt var
hvarvetna í hinum forna heimi.
Vín var veitt í höfðingjahringnum
óblandað, og er ekki laust við, að
hinum siðmenntuðu sögumönnum
þyki það út af fyrir sig dálítið
glannalegt; hinum lægra settu
veizlugeztum var hins vegar borinn
hinn sérkennilegi keltneski bjór,
eða mjöður. Vínbikararnir gengu
eftir mannvirðingu frá manni til
manns í hermannahringnum, og
allir drukku úr sama bikar „lítið
í einu . . . en oft.“ Kurteisisreglur
vildu oft gleymast. Diodorus getur
þess, að Gallar séu „drykkfelldir
úr hófi, drekka vínið óblandað, og