Úrval - 01.12.1968, Síða 20
18
inn fyrst, voru í honum 200 ein-
staklingar, en þeim fjölgaði á stutt-
um tíma upp í 700, og fór þá að
þrengjast um hjá þeim. Þetta var
fyrir níu árum. Dag nokkurn
snemma réðst ungur uppreisnarapi,
sem hét Hoshi, á gamla forsetann,
beit hann og sló. Og að áliðnum
þeim degi var uppreisnarseggurinn
lagður af stað burt með lið sitt, 250
apa. Þessi hópur tók sér yfirráða-
svæði annars staðar, hafði sterkar
varnir við landamerkin, og átti þar
í illdeilum við innþrengjendur
nærri daglega. Þetta gerðist 1959.
Um líkt leyti gerðist það, að anm
ar api, mesta kænskutól, sem lifað
hafði út af fyrir sig þangað til, fór
að leita eftir samskiptum við landa-
mæraverði hins fyrrnefnda hóps, og
reyndi að safna að sér „áhangend-
um“ meðal þeirra. Svo var það 1963,
að hann lagði upp með uppreisn-
arlið 165 apa. Enn er hann forseti
þeirra, og hann er atkvæðaforseti,
og mikill fyrir sér. Hann er einkar
tryggur í hjúskap sínum, og mætti
vera fyrirmynd karlfólks meðal
manna að því leyti. Annars eru ap-
ar nokkuð fjöllyndir í ástum og
líkjast að því leyti mönnum, einnig
hvítum og kristnum.
AÐ KENNA APABÖRNUM
SIÐI APA.
Tvö fyrstu árin er apabarn látið
sjúga móður sína og allt látið eftir
því. Á þeim tíma lærir það að tala.
Tveggja ára er það altalandi, kann
þá 37 orð, eða „hljóð‘“ (Átta ára er
það fullorðið). En reyndar er apa-
málið miklu fullkomnara en virð-
ast má að orðfæðinni, því úr þess-
ÚRVAL
um 37 „orðum“ má gera margar
samsetningar.
Apabarn lærir af því að apa eftir
öðrum. Þegar Imo, kvenapi nokkur
var þriggja missera gerði hún nokk-
uð sem enginn api af þessari tegund
hafði nokkru sinni gert. Hún tók
upp kartöflu, fór með hana út að
rennandi læk, og reyndi að þvo af
henni sandinn. Karlapi nokkur tók
eftir þessu og fór að gera eins, og
síðan móðir Imo. Nú gera þeir þetta
flestir, þeir þvo kartöflur sínar áð-
en þeir éta þær. Sumir dýfa þeim
í saltvatn, því þeim líkar vel bragð-
ið.
Aparnir byrjuðu á því að tína upp
eitt hveitikorn í einu, svo seinlegt
sem það var. En Imo lét ekki að
sér hæða. Hún tók upp hnefafylli í
einu, og fylgdi sandurinn með, en
þá gekk hún sig að næsta læk og
þvoði sandinn úr korninu. Sandur-
inn sökk, en hveitið flaut, og Imo
gæddi sér á þessu með mikilli kæti.
Sex árum síðar, 1962, voru 19 af
þessum öpum farnir að gera hið
sama, og nú gera það flestir í hópn-
um, eða meira en helmingur.
En hið furðulegasta af öllu er þó
það, að nú skuli aparnir vera búnir
að læra að synda. Árið 1959 þorði
enginn þeirra að fara út í vatn.
Svo byrjaði einhver að henda hnet-
um út í lónin á grunnu. Einn og
einn api fór þá að vaða út í til þess
að ná í hneturnar, en fór afar var-
lega í fyrstu. Eftir nokkra daga
bættust fle'ri við og svo mestallur
hópurinn. Nú er svo komið að apa-
börnin eru alltaf að busla, svamla
og synda. Þegar heitast er, þá busla
þeir ákaflega, steypa sér fram af