Úrval - 01.12.1968, Síða 21
19
JAPÖNSKU APARNIR, SEM . . . .
háum klettum til sunds, og synda
svo allangt út í eða sem svarar 20
metra. En þegar börnin eru full-
orðin, hætta þau þessum leikara-
skap.
Kawai segir apa sína hafa komizt
á „frumstig menningar“ og að siðir,
sem áunnir eru, haldist kynslóð
fram af kynslóð. „Það hefur orðið
breyting á háttum apanna,“ segir
hann, og það bendir til þess að
meiri breytinga megi vænta. „Ap-
arnir okkar eru á þröskuldi „menn-
ingar“, sem við köllum.“
Ég stóð á hvítum sandinum á
strönd Koshima og var að leika mér
við apabarn undir leiðsögn Yoshiba.
Ég rétti þessu saklausa barni litla
trjágrein. Þá kom stór fullvaxinn
karlapi, vondur, og hótaði mér illu.
En sá litli kallaði á móður sína í
ofboði. Mamma hans kom, leit á
mig, tók hann og ruggaði honum
og sagði: „Kuo-kuo-kuo,“ til að
hugga hann. Þá bar þar að hinn
aldna en hnarreista Mobo, en hann
er hinn þriðji í röðinni að völdum
og virðingu meðal hópsins. Hann
ýtti vonda apanum frá valdsmanns-
lega, setti sig yfir hann. Auðséð er
að það þykir illa hlýða meðal apa
að ráðast á menn, eða að láta illa
við mönnum. Apar álíta augsýni-
lega menn standa sér ofar í þróun-
arstiganum.
Og ekki get ég neitað því að nokk-
ur munur sé á manni og apa, og
raunar ekki alllítill. En samt má
ekki líta of smáum augum á lær-
dóm og framfarir hópsins hjá Kos-
hima hinum japanska. Er þetta til-
raun til að brúa bilið?
Leiklistargagnrýnandinn Heywood Broun skrifaði eitt sinn á þessa
leið í gagnrýni sinni um leikrit: „Aðalhlutverkið var leikið af herra
...... Hann lék það á þann hátt, að hann þandi út bringuna og
elti hana yfir leiksviðið.“
Sg lagði stund á líffræði, og ég vildi, að konan, sem var nýlega
orðin eiginkona mín, öðlaðist skilning á öllu því, sem lífsanda dreg-
ur og að henni lærðist að meta það ailt og virða. En samt æpti hún
alltaf, þegar hún sá kóngulóarvef i húsinu: „Ó, ó, ó! Kónguló! Hjálp-
aðu mér! Dreptu hana strax!“
Ég skýrði henni frá öllu mögulegu í sambandi við líf þessarar litlu
skepnu og var viss um, að þetta yrði til þess að eyða ótta hennar! Og
næst þegar ein slík varð á vegi hennar á heimili okkar, æpti hún:
„Ó, ó, ó! Tegenaria domestica! Hjálpaðu mér! Dreptu hana strax!“
Rex Campbell.