Úrval - 01.12.1968, Síða 25

Úrval - 01.12.1968, Síða 25
SHELLEY OG MARY GODWIN 23 dofna og hann mundi fara að líta á málin eins og skynsamur maður. En einn daginn er Godwin var að heiman, kom Shelley æðandi inn í hús þeirra í Skinnerstræti með tryllingslegu augnaráði og með föt- in í megnustu óreiðu. Hann hrinti frú Godwin til hliðar og þaut til Mary. Hann dró flösku af ópíum- seyði upp úr vasa sínum og hrópaði til hennar: „Þau vilja skilja okkur að, ástin mín, en dauðinn skal sam- eina okkur! Þannig geturðu slopp- ið úr klóm harðýðginnar!" „Og þetta,“ hrópaði hann og dró skammbyssu upp úr vasanum, „skal sameina okkur.“ Mary varð náföl og grátbað hann um að vera rólegur, en frú Godwin æddi tryllingslega út úr herberginu til þess að sækja hjálp. Þegar hún kom til baka, var Mary að lofa Shelley því, að hún skyldi verða honum trú að eilífu, ef hann reyndi bara að taka sönsum. Að svo búnu hélt hann aftur til gistiherbergis síns. Hann var miður sín og í miklu uppnámi. Og næstu daga var ekkert samband á milli Shelley og God- winfj ölskyldunnar. En eina nóttina var dyrabjöll- unni hjá Godwinfjölskyldunni hringt ofsalega. Þetta var um mið- nættið. Og einhver hrópaði, að Shelley hefði tekið inn stóran skammt af ópíumseyði og væri nú í andarslitrunum. Þau þutu öll til gistiherbergis Shelleys. Þá hafði læknir sá, sem kom honum til hjálp- ar, dregið hann á fætur og var nú að neyða hann til þess að ganga rösklega um gólf í herberginu til þess að losna við eitrið úr líkaman- um. Vinir Shelleys hjúkruðu hon- um í heila viku, og þá loksins hafði hann jafnað sig. En þá var svo komið fyrir þeim Shelley og Mary að þau höfðu tekið ákvörðun og voru ekki lengur í neinum vafa. Lundúnabcrg var í svefni. Hinn silfraði máni dofnaði hægt og hægt, og stjörnurnar lækkuðu á himni. Einhvers staðar í næturkyrrðinni sló klukka. Hún var orðin hálffjög- ur. Ætlaði tíminn aldrei að líða? Ætl- aði klukkan aldrei að verða fjögur? Shelley fór aftur að stika fram og aftur um húsararðinn, en þar hafði hann verið á stjái alla nóttina. Hann var allur í uppnámi, og fyrir hug- skotssjónum sínum sá hann alls konar hindranir og óhöpp, er gætu hugsanlega kollvarpað fyrirætlun þe'rra. Tækist henni að læðast burt, án þess að eftir henni yrði tekið? Eða mundi frú Godwin heyra í henni og hleypa öllu í bál og brand? Eða mundi Mary sjálf skipta um skoðun á síðasta augnabliki? Eða ... ætlaði hin þráða stund aldrei að renna upp? Svo sló klukka í fjarska fjögur, og póstvagninn kom skröltandi eft- ir steinlögðu strætinu. Hvert glymj- andi hófatak hestanna fyllti hjarta hans ótta. Hann óttaðist það, að hófatakið vekti sofandi fólkið í hús- inu, sem hann starði sífellt á af svo mikilli óþolinmæði. Hinum megin götunnar opnaðist hurð án minnsta hávaða, og Mary skauzt út og kom hlaupandi í áttina til hans. Þau veittu hvort öðru styrk með því að faðmast ástríðufullt eitt and- artak. Síðan sveiflaði Shelley far-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.