Úrval - 01.12.1968, Síða 29

Úrval - 01.12.1968, Síða 29
SHF.LLEY OG MARY GODWIN 27 vesæll vegna fjarvistanna. Ég fyllist óróleika og ofsa, jafnvel er mér verð- ur aðeins hugsað til þess að við skul- um vera aðskilin. En þetta er lífs- nauðsynlegt, og við megum ekki heldur sýna óvarkárni á okkar strjálu fundum. Minnstu þess, að ég er glataður, ef fólki tekst að fylgja þér eftir á minn fund. Ég reika eirð- arlaus um. Ég get ekki lesið og jafn- vel ekki skrifað. En þetta mun brátt taka enda. Ég ætti ekki að smita mina eigin Mary af örvinglun minni og vonleysi. Hún hefur næga ástæðu til að finna til óróleika og þarfnast því huggunar frá minni hendi.“ Og hún lauk einu bréfi sínu til hans á þennan hátt: „Góða nótt, ástin mín, á morgun mun ég innsigla þessa blessunar- kveðju með kossi á varir þínar. Ást- kæra góða vera, faðmaðu mig að þér og þrýstu þinni eigin Mary að hjarta þínu.... Ó, við verðum að hittast bráðlega, því að ég er þreytt á þessu ömurlega lífi, en ... ó er ástin okkur ekki nóg. . . . ? Vissulega bý ég yfir rinlægri ástúð gagnvart mínum eig- in Shelley. En góða nótt, ég er hræðilega þreytt og svo ósköp syfjuð. Ég þori að veðja 10 á móti 1, að mig mun enn dreyma um þig, þegar þú hefur alveg gleymt mér, slæmi strákur. Taktu mig í faðm þér . . . einn koss, jæja, það er nóg. Á mörgun.“ Og mitt í öllum vandræðum þeirra barst þeim fregn um, að Harriet hefði alið son. Og Mary komst nú einnig að því, að hún mundi einnig brátt verða móðir. Um áramótin dó svo afi Shelleys, hinn aldni Sir Bysshe, og þar með voru fjárhagsvandra^ði þeirra úr sögunni, þar eð ákvæði voru um það í erfðaskránni, að Shelley Skyldi hljóta talsverðar árstekjur að erfð- um. En í kjölfar þessarar mikiu heppni fylgdi einnig ógæfa, því að barn Mary fæddist fyrir tímann, og það dó innan mánaðar eftir fæðing- una. Claire var farin að sýna ýmis merki þess, að hún væri einnig ást- fangin af Shelley. Nú tókst þeim að fá hana til þess að flytja burt og taka á leigu herbergi hjá ekkju einni í Lynmouth og leyfa þeim þannig að vera einus saman í fyrsta skipti. Varð þessi breyting til þess að draga nokkuð úr sorg þeirra. Shelley gerði nú ráðstafanir til þess, að Harriet fengi vissan lífeyri, þegar honum hafði nú áskotnazt þessi nýi auður. Þar að auki greiddi hann allar skuldir Godwinhjónanna, þótt þau fengjust ekki til þess að sættast við þau Shelley og Mary. Þau Mary tóku síðan á leigu lítið hús í útjaðri Windsorskógar, og þar vann hann næsta árið að nýjum bók- menntaverkum. Jafnframt því héldu þau Mary áfram námi sínu í grísku og latinu, og á kyrrlátum kvöldum gengu þau saman um stíga og rjóður skógarins. Og í byrjun janúar fæddi Mary son, og hlaut hann nafnið William. En kuldalegt viðmót og algert af- skiptaleysi fyrri vina þeirra hélt samt áfram að þjaka þau Shelley og Mary. Þar að auki áleit hann, að bókmenntaverkum hans væri nú tekið af óeðlilega óhagstæðri gagn- rýni. Því ákvað hann nú að yfir- gefa England að fullu. í stuttu bréfi til Godwinhjónanna fullvissaði hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.