Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 58
56
vanþróuðum löndum. Lægstu töl-
urnar eru auk Svíþjóðar á íslandi
(13.7), í Finnlandi (14.2) og í Hol-
landi (14.7). Bandaríkin eru númer
23 á skránni, en þar er hlutfallstal-
an 22.1.
ÍSLENZKAR OG NORSKAR
KONUR LIFA LENGST
Væntanlegur meðalaldur þeirra
sem nú eru að fæðast er hæstur
meðal íslenzkra stúlkubarna, en
þær geta að meðaltali reiknað með
að lifa 76 ár. í Noregi er talan lítið
eitt lægri, en þar geta nýfæddar
stúlkur búizt við að lifa að meðal-
tali rúm 75 ár. Sama er að segja
um Frakkland, Holland, Svíþjóð og
Úkraínu.
Nýfæddir drengir eiga í vændum
lengstan meðalaldur í Svíþjóð eða
71.6 ár. Næst koma Danmörk, ís-
land, ísrael (Gyðingar þar búsettir),
Holland og Noregur, en í öllum
þessum löndum er væntanlegur
meðalaldur nýfæddra sveinbarna 70
ár eða lítið eitt meira.
Stytzti væntanlegur meðalaldur
nýfæddra meybarna er í Efra-Volta
(31.1 ár) og nýfæddra sveinbarna í
ÚRVAL
Gabon (25 ár). Þessar tölur eru
frá tímabilinu 1960—61.
Á nokkrum svæðum hefur verið
gerður sögulegur samanburður allt
aftur til síðustu aldamóta. Á flest-
um þessara svæða hefur meðalaldur
lengzt um 20—30 ár. Mestur árang-
ur hefur náðst á eynni Puerto Rico,
en þar hefur meðalaldur lengzt um
40 ár á tímabilinu 1903—1961.
GIFT FÓLK LIFIR LENGUR
Það á við um alla heimsbyggðina,
að giftir karlar og konur hafa að
meðaltali lægri dánartölu en ein-
hleypingar, ekkjur, ekkjumenn eða
fráskilið fólk (samanburðurinn var
gerður hjá sama kyni og í sömu
aldursflokkum).
„Demographic Yearbook“ hefur
líka að geyma yfirlit yfir dánaror-
sakir i 127 löndum. Hjartasjúkdóm-
ar og/eða krabbamein eru algeng-
ustu dánarorsakir í öllum þeim 33
Evrópulöndum, þar sem upplýsing-
ar voru fáanlegar, og sömu sögu er
að segja um Ástralíu, Kanada,
Bandaríkin, ísrael, Hong Kong,
Japan, Kúbu, Nýja Sjáland og Uru-
guay.
Ung brúður, sem ég hafði gefið bók E'mily Posts um umgengisvenjur
í brúðkaupsgjöf, þakkaði mér innilega fyrir hana, þegar ég hitti hana
að nokkrum tíma liðnum. Og hún bætti því við, að hún hefði alls ekki
vitað, hvernig hún ætti að hefja heimilishaldið, hefði hún ekki haft
bókina við höndina.
Mér fannst þetta nú kannske helzt til djúpt í árinni tekið, þangað
til hún bætti við: „Sko, ég las bara öil þau fyrirmæli, sem fyrirmyndar-
húsmóðir á að gefa vinnukonunni, eldabuskunni og þjóninum, og fram-
kvæmdi svo öll fyrirmælin sjálf
Frú Thomas 0‘Leory.