Úrval - 01.12.1968, Page 77

Úrval - 01.12.1968, Page 77
MOHANDAS GANDHI 75 ægilega blóðbaðs í Amritsar. Vin- um Gandhis kom það mjög á óvart, að hann hætti við mótmælaher- ferðina þegar svona var komið. Hann játaði seinna, að sér hefðu orðið þau mistök á, að skilja ekki, að fólkið hefði ekki verið nógu ag- að og þroskað til að þola ögranir, án þess að láta hart mæta hörðu. Hann hætti þrisvar sinnum við mót- mælaaðgerðir af því að þær snerust upp í ofbeldisverk. Á árunum 1918—22 vann hann að því að koma á sáttum milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna, og 1924 fastaði hann í þrjár vikur til þess að reyna að sætta þessa gömlu andstæðinga. Næstu fjögur árin starfaði hann aðallega í indversk- um þorpum í þágu hinna „ósnert- anlegu“, en það fólk er talið úr- hrak í indversku þjóðfélagi eins og kunnugt er. Hann barðist einnig gegn drykkjuskap og eiturlyfja- nautn, hvatti bændurna til að fara vel með nautpening sinn og stillti til friðar milli andstæðra trúflokka. Árið 1927 var sett á fót nefnd, sem átti að athuga, hvort tími væri kominn til að veita Indlandi nokkra sjálfsstjórn. Gandhi þótti afstaða stjórnarinnar svo óákveðin, að hann ákvað að efna til nýrrar óhlýðnis- baráttu. Hann valdi salteinkasölu stjórnarinnar fyrir fórnarlamb sitt og hélt til strandarinnar hjá Dandi ásamt þúsundum fylgis- manna sinna. Gandhi og flokkur hans var mánuð á leiðinni til sjávar og vakti þessi leiðangur mikla at- hygli í Bandaríkjunum og Bret- landi. Það var 6. apríl 1930 að Gandhi tók saltmola í hönd sér, og með því að brjóta þannig lögin á táknrænan hátt, hratt hann af stað nýrri mótmælabaráttu. Hann var handtekinn mánuði seinna samkvæmt nýjum lögum, sem heimiluðu stjórninni að halda mönnum í fangelsi í óákveðinn tíma án þess að mál þeirra væri dóm- tekið. Þessa atferlis stjórnarvald- anna var minnst með pólitískum sorgardegi í helztu borgum Ind- lands. En það hafði ekki minni áróðurs- gildi fyrir málstað Gandhis að halda honum í fangelsi en að láta hann ganga lausan. Og árið 1933 voru næstum allir þingmenn Kongressflokksins bak við lás og slá. Á þessu ári ákvað Gandhi að „svelta til dauða“ vegna hinna „ósnertanlegu“. Þessi fasta Gandhis hafði mikil áhrif, því að Hindúar og foringjar hinna „ósnertanlegu“ komu saman á fund í svefnstofu hans og náðu samkomulagi. Hann var látinn laus 1933 og næstu árin helgaði hann hinum fátæku og smáðu alla krafta sína. Árið 1938 var hann aftur kominn á stjórnmálasviðið og reyndi að brúa hið síbreikkandi bil milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna. Hann hélt líka áfram að breiða út kenningu sína um friðsamleg mót- mæli allt fram að síðustu heims- styrjöld. Hann var enn tekinn höndum 1942, eftir að þjóðþingið hafði gert ályktun um að Bretar yrðu að fara frá Indlandi. Mikil ólga var í landinu gegn stjórninni vegna handtöku hans og dró það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.