Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 77
MOHANDAS GANDHI
75
ægilega blóðbaðs í Amritsar. Vin-
um Gandhis kom það mjög á óvart,
að hann hætti við mótmælaher-
ferðina þegar svona var komið.
Hann játaði seinna, að sér hefðu
orðið þau mistök á, að skilja ekki,
að fólkið hefði ekki verið nógu ag-
að og þroskað til að þola ögranir,
án þess að láta hart mæta hörðu.
Hann hætti þrisvar sinnum við mót-
mælaaðgerðir af því að þær snerust
upp í ofbeldisverk.
Á árunum 1918—22 vann hann að
því að koma á sáttum milli Hindúa
og Múhameðstrúarmanna, og 1924
fastaði hann í þrjár vikur til þess
að reyna að sætta þessa gömlu
andstæðinga. Næstu fjögur árin
starfaði hann aðallega í indversk-
um þorpum í þágu hinna „ósnert-
anlegu“, en það fólk er talið úr-
hrak í indversku þjóðfélagi eins og
kunnugt er. Hann barðist einnig
gegn drykkjuskap og eiturlyfja-
nautn, hvatti bændurna til að fara
vel með nautpening sinn og stillti
til friðar milli andstæðra trúflokka.
Árið 1927 var sett á fót nefnd,
sem átti að athuga, hvort tími væri
kominn til að veita Indlandi nokkra
sjálfsstjórn. Gandhi þótti afstaða
stjórnarinnar svo óákveðin, að hann
ákvað að efna til nýrrar óhlýðnis-
baráttu. Hann valdi salteinkasölu
stjórnarinnar fyrir fórnarlamb
sitt og hélt til strandarinnar hjá
Dandi ásamt þúsundum fylgis-
manna sinna. Gandhi og flokkur
hans var mánuð á leiðinni til sjávar
og vakti þessi leiðangur mikla at-
hygli í Bandaríkjunum og Bret-
landi. Það var 6. apríl 1930 að
Gandhi tók saltmola í hönd sér, og
með því að brjóta þannig lögin á
táknrænan hátt, hratt hann af stað
nýrri mótmælabaráttu.
Hann var handtekinn mánuði
seinna samkvæmt nýjum lögum,
sem heimiluðu stjórninni að halda
mönnum í fangelsi í óákveðinn tíma
án þess að mál þeirra væri dóm-
tekið. Þessa atferlis stjórnarvald-
anna var minnst með pólitískum
sorgardegi í helztu borgum Ind-
lands.
En það hafði ekki minni áróðurs-
gildi fyrir málstað Gandhis að
halda honum í fangelsi en að láta
hann ganga lausan. Og árið 1933
voru næstum allir þingmenn
Kongressflokksins bak við lás og
slá.
Á þessu ári ákvað Gandhi að
„svelta til dauða“ vegna hinna
„ósnertanlegu“. Þessi fasta Gandhis
hafði mikil áhrif, því að Hindúar
og foringjar hinna „ósnertanlegu“
komu saman á fund í svefnstofu
hans og náðu samkomulagi. Hann
var látinn laus 1933 og næstu árin
helgaði hann hinum fátæku og
smáðu alla krafta sína.
Árið 1938 var hann aftur kominn
á stjórnmálasviðið og reyndi að
brúa hið síbreikkandi bil milli
Hindúa og Múhameðstrúarmanna.
Hann hélt líka áfram að breiða út
kenningu sína um friðsamleg mót-
mæli allt fram að síðustu heims-
styrjöld. Hann var enn tekinn
höndum 1942, eftir að þjóðþingið
hafði gert ályktun um að Bretar
yrðu að fara frá Indlandi. Mikil
ólga var í landinu gegn stjórninni
vegna handtöku hans og dró það