Úrval - 01.12.1968, Side 106

Úrval - 01.12.1968, Side 106
104 ÚRVAL Á hverjum morgni fékk ég hósta- kast og var það af völdum vökva og slíms, sem safnaðist fyrir í lungum mínum. ’Ég varð að fresta tímum, er ýms- ir sjúklingar höfðu pantað hjá mér. Og ég hætti að eyða helginni á bað- ströndinni, en þar hafði ég verið vanur að synda og sóla mig hverja helgina á fætur annarri. Ég varð nú að nota þessar helgar til hvíld- ar heima fyrir til þess að safna þannig vinnuþreki til vikunnar, sem framundan var. Ég ákvað að ræða um þetta vandamál við Schrire prófessor, en hann var þá í fyrirlestraferð í Bandaríkjunum. Ég fullvissaði því sjálfan mig um, að ég gæti haldið, áfram eins og hingað til, þangað til hann kæmi heim aftur. Sunnudaginn 5. marz árið 1967 var okkur Eileen boðið í brúðkaup til vinar okkar. Dóttir hans var að ganga í hjónaband. Um miðnættið ók ég nokkrum vinum okkar frá Pretoriu til gistihúss þeirra á strönd Falskaflóa. Þar var um að ræða 40 mílna leið fram og til baka. Við Eileen fórum svo að, sofa, þegar lið- ið var á nóttu. Ég var ekkert sér- staklega þreyttur, og ég hélt jafn- vel að næsta vika yrði mér ekki eins erfið og undanfarnar vikur. Ég fékk þetta venjulega hósta- kast, þegar ég vaknaði, en þetta kast virtist samt vera enn verra en hin fyrri. Ég barðist við að ná and- anum, og ég var alveg kominn að því að hníga niður. „Ég get ekki haldið þessu áfram,“ kallaði ég til Eileen. „Ég er búinn að vera!“ Heimilislæknirinn minn kom eftir nokkrar mínútur, og hann skipaði svo fyrir, að mér skyldi ekið tafarlaust til Groote Schuursjúkra- hússins í sjúkrabíl. í sjúkrahúsinu var ég lagður í rúm, og nú átti að rannsaka líkamsástand mitt mjög gaumgæfilega. Skömmu síðar kom Schrire prófessor heim frá Banda- ríkjunum. Hann skoðaði mig, og sjúkdómsgreining hans var á þá leið, að ég hefði fengið „þögult“ kransæðastíflukast, ef ekki nokk- ur köst, áður en ég komst í sjúkra- húsið. Þegar ég heyrði þennan dóm, gerði ég mér grein fyrir því, að það mundi líða talsverður tími, þangað til ég gæti hafið störf aftur sem tannlæknir, ef ég gæti það þá nokkurn tíma. Því ákvað ég að selja öll tækin. Mér fannst það samt gremjulegt, að konan mín skyldi þurfa að halda áfram að starfa ut- an heimilisins, meðan ég sæti að- gerðarlaus heima. Hún hafði starf- að fyrir hádegi 1 raftækja- og hús- gagnaverzlun, frá því að ég fékk fyrsta hjartaslagið. En svona varð þetta að vera. Við urðum að horf- ast í augu við staðreyndirnar. Við seldum einnig húsið okkar, þar sem við höfðum búið í 22 ár. Það var nú allt of stórt fyrir aðeins tvær manneskjur. Sonur okkar hafði dáið á voveiflegan hátt árið 1961, og Jill, dóttir okkar, var nú í ísrael. Næstu vikurnar voru gerðar á mér fjölmargar prófanir. Ég var rannsakaður hátt og lágt. Þessar ýtarlegu rannsóknir voru fram- kvæmdar í þeim tilgangi, að Schrire prófessor og starfsbræður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.