Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
Á hverjum morgni fékk ég hósta-
kast og var það af völdum vökva
og slíms, sem safnaðist fyrir í
lungum mínum.
’Ég varð að fresta tímum, er ýms-
ir sjúklingar höfðu pantað hjá mér.
Og ég hætti að eyða helginni á bað-
ströndinni, en þar hafði ég verið
vanur að synda og sóla mig hverja
helgina á fætur annarri. Ég varð
nú að nota þessar helgar til hvíld-
ar heima fyrir til þess að safna
þannig vinnuþreki til vikunnar,
sem framundan var. Ég ákvað að
ræða um þetta vandamál við
Schrire prófessor, en hann var þá
í fyrirlestraferð í Bandaríkjunum.
Ég fullvissaði því sjálfan mig um,
að ég gæti haldið, áfram eins og
hingað til, þangað til hann kæmi
heim aftur.
Sunnudaginn 5. marz árið 1967
var okkur Eileen boðið í brúðkaup
til vinar okkar. Dóttir hans var að
ganga í hjónaband. Um miðnættið
ók ég nokkrum vinum okkar frá
Pretoriu til gistihúss þeirra á strönd
Falskaflóa. Þar var um að ræða 40
mílna leið fram og til baka. Við
Eileen fórum svo að, sofa, þegar lið-
ið var á nóttu. Ég var ekkert sér-
staklega þreyttur, og ég hélt jafn-
vel að næsta vika yrði mér ekki
eins erfið og undanfarnar vikur.
Ég fékk þetta venjulega hósta-
kast, þegar ég vaknaði, en þetta
kast virtist samt vera enn verra en
hin fyrri. Ég barðist við að ná and-
anum, og ég var alveg kominn að
því að hníga niður.
„Ég get ekki haldið þessu áfram,“
kallaði ég til Eileen. „Ég er búinn
að vera!“
Heimilislæknirinn minn kom
eftir nokkrar mínútur, og hann
skipaði svo fyrir, að mér skyldi ekið
tafarlaust til Groote Schuursjúkra-
hússins í sjúkrabíl. í sjúkrahúsinu
var ég lagður í rúm, og nú átti að
rannsaka líkamsástand mitt mjög
gaumgæfilega. Skömmu síðar kom
Schrire prófessor heim frá Banda-
ríkjunum. Hann skoðaði mig, og
sjúkdómsgreining hans var á þá
leið, að ég hefði fengið „þögult“
kransæðastíflukast, ef ekki nokk-
ur köst, áður en ég komst í sjúkra-
húsið. Þegar ég heyrði þennan dóm,
gerði ég mér grein fyrir því, að það
mundi líða talsverður tími, þangað
til ég gæti hafið störf aftur sem
tannlæknir, ef ég gæti það þá
nokkurn tíma. Því ákvað ég að
selja öll tækin. Mér fannst það samt
gremjulegt, að konan mín skyldi
þurfa að halda áfram að starfa ut-
an heimilisins, meðan ég sæti að-
gerðarlaus heima. Hún hafði starf-
að fyrir hádegi 1 raftækja- og hús-
gagnaverzlun, frá því að ég fékk
fyrsta hjartaslagið. En svona varð
þetta að vera. Við urðum að horf-
ast í augu við staðreyndirnar. Við
seldum einnig húsið okkar, þar sem
við höfðum búið í 22 ár. Það var
nú allt of stórt fyrir aðeins tvær
manneskjur. Sonur okkar hafði
dáið á voveiflegan hátt árið 1961,
og Jill, dóttir okkar, var nú í
ísrael.
Næstu vikurnar voru gerðar á
mér fjölmargar prófanir. Ég var
rannsakaður hátt og lágt. Þessar
ýtarlegu rannsóknir voru fram-
kvæmdar í þeim tilgangi, að
Schrire prófessor og starfsbræður