Úrval - 01.12.1968, Síða 129
TIL SÍÐASTA HJARTSLÁTTAR
127
af' svölum sjúkrahússins. Mér varð
hugsað til þess, hversu dásamlegt
þetta fólk væri, þetta fólk af ýms-
um kynþáttum, sem byggir Höfða-
borg. Ég var innilega stoltur af að
teljast samborgari þessa fólks.
Við ókum hægt eftir þjóðvegin-
um út úr borginni, fram hjá ýmsum
byggingum, sem ég þekkti svo vel.
Fyrir sjónir mér bar sýnir, og að
vitum mínum barst ilmur, sem ég
hafði haldið, að ég ætti aldrei að
verða aðnjótandi framar. Það var
næstum komið haust, en trén og
grasið í hlíðum Borðfjallsins var
enn í sínum græna skrúða. Húsin,
sem við ókum framhjá, virtust al-
veg nýmáluð og garðarnir eins og
þeir hefðu verið vökvaðir þá um
morguninn.
Svo komum við til Higbury.
Loksins var ég kominn heim aftur,
umkringdur mununum, sem við
Eileen höfðum sankað að okkur
um árabil, myndunum, sem mér
þótti svo vænt um, bókunum mín-
um og öllum þeim dýrmætu mun-
um, sem mynda í sameiningu heim-
ili.
Það var kominn hádegisverðar-
tími, þegar við komum heim.
Vinnustúlkan okkar, hún Katie,
hafði útbúið sérstaka hátíðarmál-
tíð, og hún var himinlifandi yfir
því, að ég skyldi vera svangur. Hún
dekrað við mig eins og læða við
kettlingana sína, og þetta var líka
bezta máltíðin, sem ég hef nokkurn
tíma fengið. Á eftir lagðist ég í
rúmið mitt til þess að fá mér lúr og
teygði værðarlega úr mér. Unaðs-
leg þreytukennd hríslaðist um mig.
„Eileen,“ sagði ég, „heimurinn er
dásamlegur, „hann er bara svo
andskoti dásamlegur!“ Og eftir
nokkur augnablik var ég sofnaður.
TIL HINZTA HJARTSLÁTTAR
Síðan hefur lífið haldið áfram
að vera dásamlegt. Ég minnist eink-
um tveggja atburða.
Föstudaginn 5. apríl 1968 héldum
við Eileen upp á 32. giftingaraf-
mælið okkar. Við snæddum kvöld-
verð í ró og næði heima í íbúðinni
okkar, bara við Eileen, bróðir
hennar og eiginkona hans. Og á
eftir skáluðum við í kampavíni
fyrir heppni okkar og hamingju.
Hve þessi giftingarafmælisdagur
var ólíkur þeim 31. Þá var ég í
sjúkrahúsinu eftir annað hjarta-
slagið, og læknarnir höfðu þá skýrt
Eileen frá því, að það væri engin
von um bata mér til handa. Og
núna leit út fyrir, að ég ætti auð-
ugt og heilbrigt líf framundan, og
hjónaband okkar átti sér nú fram-
tið ekki síður en fortíð.
Annar stórviðburðurinn í hinu
nýja lífi mínu gerðist um 6 vikum
eftir að ég kom heim aftur. Það
var, þegar ég ók bílnum mínum í
fyrsta skipti eftir margra mánaða
hlé. Eftir það ók ég honum alltaf
þegar ég fór til sjúkrahússins til
hinna reglulegu skoðana.
Er ég ók út af bílastæðinu við
sjúkrahúsið einu sinni, sá ég ein-
hvern ganga hratt niður eftir göt-
unni.. Ég stanzaði við. hlið manns-
ins og bauð honum far. „Eigum við
samleið?" spurði hann.
Ég virti fyrir mér úfna hárið og
innilega brosið. Þá fyrst gerði ég