Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 8

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 8
um starfsendurhæfingarferla einstaklinga frá upphafi til enda og komast fagaðilar í raun ekki hjá því að hafa heildarsýn á málin út frá ICF hugmyndafræðinni. Öll mál eru síðan flokkuð eftir þyngd og eðli og þurfa úrræðakaup að taka mið af þeirri flokkun. Þannig er tryggt að keypt úrræði séu ætíð við hæfi og aldrei flóknari eða dýrari en nauðsynlegt er. Eðli málsins samkvæmt hefur innbygging ICF hugmyndafræðinnar í upplýsingakerfið okkar því stuðlað að mikilli hagræðingu í rekstri og markvissari vinnubrögðum fagaðila innan VIRK. Við erum þó hvergi nærri hætt í þróunarstarfinu. Þegar þetta er skrifað er t.d. unnið að því að straum- línulaga mikilvæga þjónustuferla hjá VIRK með það að markmiði að bæta og hagræða í þjónustunni. Ýmsar greinar hér í ársritinu gefa nánari mynd af því faglega starfi sem unnið er hjá VIRK alla daga svo sem grein Jónínu Waagfjörð um notkun ICF hjá VIRK auk ýmissa greina um mat, rýni, ráðgjafa, atvinnulífstengingu og úrræði. Ávinningur Ávinningur af starfsemi VIRK verður ekki mældur með útgjöldum eða tekjum sjóðsins. Ávinningurinn felst í því að einstaklingar ná að verða virkir þátttakendur í atvinnulífinu og ná þannig auknum lífsgæðum og, oft á tíðum, auknum tekjum. Ávinningurinn kemur einnig fram í sparnaði hjá launa- greiðendum, lífeyrissjóðum og ríki. VIRK hefur unnið að því að þróa marga og mismunandi árangursmælikvarða á starfið og hér í ársritinu er að finna upplýsingar um hluta þessara mælinga. Þar kemur m.a. fram að um 86% af þeim einstaklingum sem luku þjónustu á árinu 2023 voru í vinnu, atvinnuleit eða í námi við útskrift. Ráðgjafafyrirtækið Talnakönnun hf. hefur einnig lagt tryggingastærðfræðilegt mat á ávinning VIRK út frá tilteknum forsendum undanfarin 8 ár og niðurstaðan fyrir árið 2023 er 19,4 milljarða króna ávinningur. Hér er um að ræða reiknaða tölu út frá til- teknum hóflegum forsendum. Skýrslur Talnakönnunar er að finna á vefsíðu VIRK www.virk.is. Ánægðir þjónustuþegar VIRK býður öllum einstaklingum sem ljúka þjónustu upp á að svara þjónustukönnun og þannig er fylgst með viðhorfi einstaklinga til þjónustunnar á hverju ári. Á árinu 2023 var einnig ákveðið að fá utanaðkomandi aðila til að framkvæma þjónustukönnun Eðli málsins samkvæmt hefur innbygging ICF hugmyndafræðinnar í upplýsingakerfið okkar því stuðlað að mikilli hagræðingu í rekstri og markvissari vinnubrögðum fagaðila innan VIRK. meðal þjónustuþega VIRK á árunum 2022 og 2023. Gallup tók þetta verkefni að sér en þeir gerðu svipaða könnun á þjónustu VIRK á árinu 2017. Af þeim sem svöruðu þessari könnun hjá Gallup sögðu 82% að þjónusta og úrræði á vegum VIRK hafi aukið starfsgetu þeirra og á mynd 2 má sjá hvernig einstaklingar sem tóku þátt í þessari könnun mátu starfsgetu sína og andlega og líkamlega líðan bæði í upphafi og lok þjónustu borið saman við niðurstöður sambærilegra mælinga í þjónustukönnun Gallup á árinu 2017. Ánægjulegt er að sjá að í öllum þessum þáttum og í raun í öllum niðurstöðum könnunarinnar þá er meiri ánægja með þjónustu VIRK á árinu 2023 en var árið 2017 þó niðurstöðurnar hafi bæði árin verið mjög góðar. Helstu niðurstöður þess- arar þjónustukönnunar Gallup er að finna í samantekt hér aftar í ársritinu. Atvinnutenging VIRK Atvinnutenging VIRK efldist mikið á síðasta ári og sú þróun mun halda áfram á þessu ári. Um níu sérhæfðir atvinnulífstenglar eru starfandi hjá VIRK í Borgartúni 18 auk þess sem þrír atvinnulífstenglar eru starfandi á landsbyggðinni; á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ. Auk þessa þá eru allir ráðgjafar VIRK einnig að sinna verkefnum á sviði atvinnutengingar fyrir sína þjónustuþega. Þeir einstaklingar sem þurfa á þjónustu atvinnulífstengla að halda eru oft á tíðum þeir sem ljúka þjónustu með skerta starfsgetu, hafa ekki starf til að snúa til baka í og þurfa sérstakan stuðning út á vinnumarkaðinn. Mynd 2 Starfsgeta, líkamleg og andleg heilsa við upphaf og lok þjónustu hjá VIRK árin 2017 og 2023 Á kvarðanum 0-10 þar sem 0 er lægsta og 10 hæsta 7 6 5 4 3 2 1 0 2017 2023 Í upphafi þjónustu Í upphafi þjónustu Í upphafi þjónustu Við lok þjónustu Við lok þjónustu Við lok þjónustu Starfsgeta Andleg líðan Líkamleg líðan 2,2 4,3 2,8 5,6 3,2 4,9 2,2 5,9 2,8 6,4 3,6 6,0 8 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.