Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 11

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 11
 VIRK staklingum strax í starfsendurhæfingu um leið og þeir veikjast eða slasast. Fyrst þarf að ná tilteknu jafnvægi með aðstoð heilbrigðiskerfisins og síðan eru það alls ekki allir sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda. Margir komast í vinnu með aðstoð heilbrigðiskerfisins en það eru sérstaklega þeir einstaklingar sem glíma við margþættan og flókinn vanda sem þurfa aukna aðstoð í formi starfsendurhæfingar og getur sú aðstoð skipt öllu máli til að tryggja þátttöku þeirra á vinnumarkaði til framtíðar. Þegar gögn VIRK eru skoðuð í þessu samhengi sést vel að betri árangur næst í starfsendurhæfingu hjá þeim einstakl- ingum sem ekki hafa verið mjög lengi frá vinnumarkaði áður en til þjónustu kom. Auðvitað skipta aðrir þættir líka máli og það ber að skoða þessi gögn með það í huga að þau segja ekki alla söguna en það er mjög greinilegt samhengi á milli tíma- lengdar frá vinnumarkaði og árangurs í starfsendurhæfingu. Reynsla og rannsóknir erlendis sýna einnig svipaðar niðurstöður hvað þetta varðar. Þetta má t.d. sjá á mynd 5 þar sem stöðu- gildi framfærslutegundarinnar „laun á vinnumarkaði“ eru 80% í lok þjónustu hjá þeim sem komu inn í þjónustuna á launum í veikindum samanborið við 55% hjá þeim sem voru með aðra framfærslu en laun í veikindum við upphaf þjónustunnar. Gera má ráð fyrir að þeir sem enn eru á veik- indalaunum í upphafi þjónustunnar séu alla jafna búnir að vera styttri tíma frá vinnu en þeir sem komnir eru á aðra framfærslu við upphaf þjónustu VIRK. Mynd 6 hér að ofan sýnir framfærslu við útskrift eftir því hversu lengi einstaklingar hafa verið frá vinnumarkaði við upphaf þjónustu og er niðurstaðan svipuð og fram kemur í mynd 5. Þarna má sjá að af Okkar reynsla hjá VIRK er sú að almennt vinna fag- aðilar mismunandi þjónustukerfa vel saman og allir leggja sig fram um að mæta þörfum einstaklinga í vanda. Laun á vinnumarkaði í lok þjónustu, skipt eftir tíma frá vinnumarkaði í upphafi þjónustu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 2 ár eða lengur 4-11 mánuðir 3 mánuðir eða minna Útskrifast í vinnu Úskrifast ekki í vinnu 54% 46% 68% 32% 81% 19% Mynd 6 11virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.