Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 38
STARFSFÓLK FRÁ VIRK STENDUR SIG VEL HÁKON SKÚLASON VIÐ MALARHÖFÐA Í REYKJAVÍK UPP Á ANNARRI HÆÐ SITUR NOKKUR HÓPUR FÓLKS MEÐ HEYRNARTÓL Á HÖFÐI. ÞAÐ SINNIR ÚTHRINGINGUM FYRIR SÍMSTÖÐINA. SUMIR Í HÓPNUM HAFA NOTIÐ ÞJÓNUSTU HJÁ VIRK OG BYRJAÐ SVO AÐ VINNA HLUTAVINNU HJÁ SÍMSTÖÐINNI TIL AÐ KOMAST AFTUR ÚT Í ATVINNULÍFIÐ. SÍMSTÖÐIN ER EITT TVEGGJA FYRIRTÆKJA SEM HLÝTUR VIÐURKENNINGUNA VIRKT FYRIRTÆKI 2024. Umhverfið er hlýlegt og fljótlega kemur Hákon Skúlason framkvæmdastjóri með kaffibolla og við setjumst inn á skrifstofu hans til að ræða hið ágæta samstarf sem skapast hefur undanfarin ár milli Símstöðvarinnar og VIRK og hvernig það hófst. „Við tókum eftir að sumir sem leituð hér eftir vinnu á eigin forsendum í gegnum vinnumiðlunina Alfreð komu frá VIRK. Þessir aðilar stóðu sig vel í starfi svo ég hafði samband við atvinnulífstengil hjá VIRK og spurðist fyrir um hvort ekki væri heppilegt að gera samstarfssamning á milli Símstöðvarinnar og VIRK. Í framhaldinu var slíkur samningur gerður. VIRK vísar gjarnan sínum þjónustuþegum á að sækja um hjá Símstöðinni og hefur einnig verið með námskeið í atvinnuleit þar sem fólk hefur meðal annars verið hvatt til að sækja um hér. Hjá Símstöðinni eru allir í hlutastarfi og við svörum öllum umsóknum. 38 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.