Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 61

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 61
 VIRK Þetta sýna niðurstöður umfangsmikillar, alþjóðlegrar rannsóknar á áhrifum upp- lifaðrar streitu í starfi á andlega líðan starfsfólks árið 2021. Í ljós kom að þó aukin streita í starfi hafi haft neikvæð áhrif á mat einstaklinga á andlegri heilsu sinni voru tengslin afar veik. Þegar tekið hafði verið tillit til félagslegs stuðnings (e. social support) á vinnustað breyttist myndin (sjá mynd 1). Í ljós kom að félagslegur stuðningur miðlaði áhrifunum af streitu á andlega líðan. Þetta þýðir að þeir sem upplifðu streitu í starfi en töldu sig fá stuðning frá yfirmanni og samstarfsfólki mátu andlega heilsu sína betri en þeir sem töldu sig ekki fá stuðning, þrátt fyrir svipað streitustig. Í stuttu máli má því segja að vitneskjan um félagslegan stuðning á vinnustað hafi dýpkað sambandið á milli streitu í starfi og andlegrar líðanar og sett það í samhengi3. Rannsókn VIRK og sjúkrasjóða Í þessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknar á vegum VIRK og sjúkrasjóða tíu stéttarfélaga á líðan á vinnustað og aðstæður í einkalífi fyrir veikindaleyfi. Þátttakendur voru einstaklingar sem höfðu fengið greidda sjúkradagpeninga frá sjúkrasjóðum vegna veikindafjarveru frá vinnu. Þó rannsóknin hafi ekki verið tæmandi með tilliti til sál- félagslegra aðstæðna á vinnustað var stuðst við spurningar og kvarða sem algengir eru í slíkum rannsóknum. M.a. var spurt um eðli starfsins sem þátttakendur sinntu fyrir veikindaleyfið, starfsskyldur, ábyrgð og stjórnarhætti á vinnustaðnum sem og aðstæður þeirra í einkalífi. Jafnframt var spurt um stöðu þeirra á vinnumarkaði þegar rannsóknin var framkvæmd árið 20224. Svarendum var skipt í þrjá hópa eftir vinnumarkaðsstöðu á þeim tíma sem einstaklingarnir svöruðu spurningunum og voru svör þeirra við spurningum um aðstæður á vinnustað fyrir veikindaleyfið borin saman. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust um 62% vera í launuðu starfi, um 13% voru í fullu námi eða í atvinnuleit og 26% voru langveikir (á örorku- eða endurhæfingarlífeyri). Þannig var reynt að meta hvort einhver tengsl hafi verið á milli upplifunar þátttakenda af vinnustaðnum og hvort þeir hafi snúið aftur til starfa eður ei. Hafa ber í huga að hér er dregin upp verulega einfölduð mynd af annars flóknu samspili á milli vinnu/starfs, einstaklings og umhverfis og því ber að túlka niðurstöðurnar með það í huga. Stjórnunarhættir (e. Leadership) Afstaða til stjórnunarhátta sem viðgengust á vinnustaðnum sem þátttakendur voru á fyrir veikindaleyfi var metin á grundvelli sex spurninga sem lagðar voru saman í tvo heildarkvarða: réttláta stjórnun (e. fair leadership) annars vegar og hvetjandi stjórnun (e. empowering leadership) hins vegar. Réttlát stjórnun Kvarðinn um réttláta stjórnun byggir á hugmyndum um sanngirni og saman- stendur af eftirfarandi spurningum: hvort næsti yfirmaður hafi útdeilt verkefnum á hlutlægan og réttlátan hátt, hvort næsti yfirmaður hafi gætt réttlætis og jafnræðis í framkomu sinni við starfsfólk og hvort samskipti við næsta yfirmann hafi valdið streitu. Heilt á litið er ekki að sjá skýran mun á svörum við báðum kvörðum eftir atvinnu- stöðu. Ef litið er til þeirra sem segja að réttlátir stjórnunarhættir (sjá mynd 2) hafi oft viðgengist á vinnustaðnum má sjá að launþegar eru hlutfallslega síður líklegir (29%) en langveikir (32%) og atvinnuleitendur og námsmenn (36%) til að segja að svo hafi verið. Hvetjandi stjórnun Kvarði yfir hvetjandi stjórnun var fenginn með því að reikna meðaltal svara við spurningum um hvort næsti yfirmaður hafi 50% 40% 30% 20% 10% 0% Réttlát stjórnun 47% 29% 26%24% 38% 36% 22% 46% 32% Sjaldan Stundum Oft Í námi eða atvinnuleit Langveikir Launþegi Mynd 2 Félagslegur stuðningur (e. Social support) Streita í starfi (e. Job stress) Andleg líðan (e. Mental wellbeing) Veikt samband Félagslegur stuðningur styrkir sambandið Mynd 1 61virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.