Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 66

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 66
ICF FLOKKUNARKERFIÐ Í STARFSENDURHÆFINGARFERLI VIRK Notkun þess til upplýsingaöflunar, færnimats, markmiðssetningar, úrræðakaupa og sem mælitæki á árangri í starfsendurhæfingu JÓNÍNA WAAGFJÖRÐ sviðsstjóri hjá VIRK FRÁ ÞVÍ AÐ VIRK HÓF STARFSEMI SÍNA HEFUR ICF FLOKKUNARKERFIÐ (INTERNATIONAL CLASSIFICATION OF FUNCTIONING, DISABILITY AND HEALTH) OG HUGMYNDAFRÆÐI ÞESS VERIÐ NÝTT Í MATSFERLI STARFSENDURHÆFINGAR. ICF flokkunarkerfið sem byggir á líf-, sál- og félagslegri hugmyndafræði var gefið út af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) ár- ið 20011. Þegar ICF flokkunarkerfið er notað þá er horft á einstaklinginn út frá færni hans og þátttöku í samfélaginu en ekki einungis út frá þeim sjúkdómum og skerðingum/fötlun sem hann býr við. Sjúkdómsgreiningar skilgreina orsök vandans og geta gefið einhverja mynd af því hverjar raunhæfar horfur eru á árangri í starfsendurhæfingu. Í starfsendurhæfingu er hins vegar unnið með færniskerðingar ein- staklingsins og þau áhrif sem þær geta haft á árangursríka þátttöku á vinnumarkaði. ICF flokkunarkerfið gefur tækifæri á samræmdu og alþjóðlega stöðluðu skráningakerfi sem lýsir heilsu og heilsutengdu ástandi þar sem horft er heildrænt á einstaklinginn út frá samspili ólíkra þátta. Í starfsendurhæfingarferlinu er síðan markvisst reynt að vinna með þessar færniskerðingar og draga úr áhrifum þeirra á getu til þátttöku á vinnumarkaði. Mynd 1 sýnir ICF módelið sem sýnir samspil ólíkra þátta og áhrif þeirra á hvorn annan. 66 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.