Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 72

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 72
NÚVITUND SNÝST UM HUGARÞJÁLFUN ANNA DÓRA FROSTADÓTTIR sálfræðingur hjá Núvitundarsetrinu HJÁ NÚVITUNDARSETRINU ER TEKIÐ VEL Á MÓTI FÓLKI. ÞAÐ SANNREYNDI BLAÐAMAÐUR ER HANN GEKK Á FUND ÖNNU DÓRU FROSTADÓTTUR SÁLFRÆÐINGS TIL ÞESS AÐ FORVITNAST UM STARFSEMINA SEM ÞAR FER FRAM. TILGANGI MEÐFERÐARINNAR OG AÐFERÐUM SEM BEITT ER. TÖLUVERT MARGIR AF ÞJÓNUSTUÞEGUM VIRK HAFA LEITAÐ SÉR AÐSTOÐAR HJÁ NÚVITUNDARSETRINU. Í djúpum leðurstól, umvafin mjúku hitateppi vaknar í huganum spurningin; hvað er núvitund og hvernig hún gagnast þeim sem leita slíkrar meðferðar. „Núvitund hefur verið skilgreind á ýmsan máta, fræðilega séð, það er að beina athyglinni að því sem er án þess að dæma. Í daglegu tali má segja að núvitund snúist um að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast – bæði það sem er að gerast innra með okkur og svo allt um kring – leyfa okkur að gangast við því sem er,“ segir Anna Dóra. „Þannig er að við manneskjurnar viljum oft vera einhvers staðar annars staðar en við erum. Við viljum kannski vera grennri en við erum, orkumeiri eða heilsubetri og þannig mætti áfram telja. Heilinn í okkur er víraður á þann hátt að við viljum alltaf finna leið til að betrumbæta aðstæður okkar, hafa eitthvað til að stefna að. En það getur grafið undan vellíðan fólks ef það einblínir á 72 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.