Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 78

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 78
ÚTGÁFA VIRK VIRK gefur út margvíslegt kynningar- og fræðsluefni fyrir starfsmenn, þjónustuþega VIRK, almenning og stjórnendur í atvinnulífinu. Hægt er að nálgast efnið á vefsíðum VIRK (virk.is og velvirk.is) en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu VIRK og fá senda bæklinga og fræðsluefni eftir þörfum. Dagbók 2024 VIRK gefur út sérstaka dagbók fyrir einstaklinga sem eru í starfsendurhæfingu á vegum VIRK. Henni er ætlað að aðstoða þjónustuþega við að efla starfsgetu sína og lífsgæði með skipulegri markmiðasetningu og skráningu. Dagbókin er með vikuyfirliti á hverri opnu ásamt fjölbreyttum möguleikum til skráningar á markmiðum, líðan, virkni og árangri bæði fyrir árið í heild sinni, hvern mánuð og hverja viku ársins. Nýjar Mínar síður VIRK Nýjar Mínar síður VIRK fóru í loftið í árs- byrjun 2024 eftir mikla endurskoðun byggða á athugasemdum og ábendingum frá þjón- ustuþegum. Nýtt útlit og skýrari uppbygging auðvelda mjög notkun auk þess sem Mínar síður VIRK eru nú snjalltækjavænar og þjónustuþegar geta gert allar aðgerðir í símanum vandræðalaust. Á Mínar síður hafa þjónustuþegar yfirsýn yfir starfsendurhæfingarferil sinn hjá VIRK og geta séð öll gögn og tilkynningar. Þar sjá einnig þjónustuþegar markmiðin sem þau eru að vinna með í starfsendurhæfingunni og úrræðin sem þau nýta sér til að snúa aftur inn á vinnumarkaðinn. Reynslusögur á vef VIRK Á virk.is má finna viðtöl við þjónustuþegar sem greina frá reynslu sinni og árangri sem þau náðu í starfsendurhæfingu sinni. Þar má einnig finna viðtöl við stjórnendur og þjónustuaðila VIRK. 78 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.