Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 16
/ jyrsta sinn í hinni ójögru sögu
hernaðar er eiturefnum
dreift yfir skógarfiæmi í Vietnam,
þar sem óvinirnir eru taldir
hafa hækistöðvar og fylgsni.
Eiturhernaður í Vietnam
* *
T *
* 1
* *
styrjöldum þjóða á
milli mun eiturgasi
aldrei hafa verið beitt
nema í síðustu vikum
fyrri heimsstyrjaldar.
Um það gegnir svip-
uðu máli og um kjarnorkuvopn, að
enginn hernaðaraðili þorir að nota
það af ótta við þær ógnir, sem af
því mundi leiða.
En nú hafa verið teknar upp nýj-
ar bardagaaðferðir í Víetnam, í
fyrsta sinn í hinni ófögru sögu
hernaðar, fólgnar í því að dreifa
eiturefnum yfir skógarflæmi, þar
sem óvinirnir eru taldir hafa bæki-
stöðvar og fylgsni. Eiturefnunum
er dreift úr flugvélum, með sprengj-
um eða á annan hátt, og tilgangur-
inn er að eyða öllu laufi af trján-
um, þannig að óvinurinn standi
berskjaldaður eða geti ekki leitað
athvarfs þangað. Að sjálfsögðu fæl-
ir þetta burtu öll dýr eða eyðir
þeim, bæði smáum og stórum. En
þar með er sagan ekki öll. Eitur-
sprengjurnar hafa stundum lent á
byggðum svæðum eða í námunda
við þau, orðið íbúum þar að bana,
eitrað vatnsból og gróður, þannig
að stórhætta er á ferðum.
Frá þessu er rækilega skýrt af
lækni, Joan K. McMichael að nafni,
í ensku mánaðarblaði, sem ,,Span“
nefnist og er gefið út af félaginu
„Soil Association“. En þetta félag
fæst við rannsóknir á ræktunarað-
ferðum og er helzti formælandi líf-
rænnar ræktunar í Englandi. Dr.
McMichael er í stjórn samtaka, sem
beita sér fyrir læknisaðstoð handa
bágstöddum í Víetnam.
í greininni er það haft eftir rík-
isstjórn Bandaríkjanna, að 16% af
öllu skóglendi Víetnams hafi verið
úðað á þennan hátt þegar í árslok
14
- FN-Nyt -