Úrval - 01.02.1971, Page 27

Úrval - 01.02.1971, Page 27
SPIRO T. AGNEW... 25 semja allar ræður fyrir sig og tyggi bara upp það, sem aðrir hafa skrifað, hafa mjög rangt fyrir sér. Að vísu skrifa aðstoðarmenn upp- köstin að ræðunum. Svo fer Agn- ew yfir hverja ræðu línu fyrir línu og gerir venjulega fjölmargar breytingar á þeim. Hann bætir helztu stóryrðunum og kröftugustu yfirlýsingunum við frá eigin brjósti og tjáir þar reiði manns, sem fyrir- lítur „atvinnuóánægjuseggina“, sem reyna að níða land hans og rægja stjórn þess. Þessi algera hreinskilni hans hef- ur gert það að verkum, að hann er eftirsóttasti ræðumaðurinn innan stjórnarinnar að Nixon einum und- anskildum. NAFN HANS ER Á ALLRA VÖRUM Hin geysilega frægð Agnews var sannarlega ekki fyrir hendi í byrj- un stjórnmálabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar 1968. Þá var þetta varaforsetaefni Republikana- flokksins skotspónn háðfugla og Demokrata. Það var á allan hátt reynt að gera hann hlægilegan. Og því ákvað hann að hafa hægt um sig í fyrstu, er hann tók við vara- forsetaembættinu. Smám saman jókst þó álit margra á honum, vegna þess að hann reynd- ist fullfær um að taka ákveðna af- stöðu á fundum ríkisstjórnarinnar og Þjóðaröryggisráðsins. Og þ. 19. október, eða fjórum dögum eftir mótmæladaginn gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna, hélt hann ræðu suður í New Orleans, ræðuna, þar sem hann gaf eftirfarandi yfirlýs- ingu, sem hefur svo oft verið vitn- að til „Eins konar sjálfspyntingar- andi hefur nú yfirhöndina í þjóð- lífinu, en undir hann kyndir kraft- laus hópur ósvífinna „snobba", er skilgreina sig sem andlega sinnað gáfu- og menntafólk." Mánuði síð- ar jós varaforsetinn sig yfir frétta- deildir sjónvarpsstöðvanna og lýsti þeim með þessum orðum: „lítið og lokað bræðralag manna, sem sér- réttinda njóta, manna, sem enginn hefur kosið, manna, sem njóta eins konar einkaleyfisréttinda undir vernd og fyrir tilstilli ríkisstjórn- arinnar.“ Viðbrögðin við þessum ummæl- um hans urðu alveg ótrúleg. Meiri- hlutinn, sem hingað til hafði verið þögull, lýsti nú óspart yfir hrifn- ingu sinni vegna þessara ummæla varaforsetans. Og þannig varð hann eftirsóttasti og umdeildasti ræðu- maðurinn á sviði stjórnmálanna. Einn aðstoðarmanna Nixons lét sér þessi orð um munn fara eftir ferða- lag með Agnew um Vesturríkin: „í hvert skipti sem ég nefndi „Spiro Agnew“, var klappað meira en fyrir nokkru öðru í ræðum mín- um.“ Dæmigert fyrir þann fjölda af bréfum, sem streymdu til skrif- stofu Agnews, var eitt frá manni einum í Pennsylvaníufylki, sem skrifaði á þessa leið: „Sem Demo- krati, er tók áður undir með öðr- um, er spurðu: „Hvaða Spiro?“, veit ég nú, hver Spiro T. Agnew er. Og ég er stoltur af því að vita það. Eg vona, að þú haldir áfram að segja sannleikann alveg um- búðalaust." Ymsir gagnrýnendur varaforset-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.