Úrval - 01.02.1971, Qupperneq 27
SPIRO T. AGNEW...
25
semja allar ræður fyrir sig og
tyggi bara upp það, sem aðrir hafa
skrifað, hafa mjög rangt fyrir sér.
Að vísu skrifa aðstoðarmenn upp-
köstin að ræðunum. Svo fer Agn-
ew yfir hverja ræðu línu fyrir línu
og gerir venjulega fjölmargar
breytingar á þeim. Hann bætir
helztu stóryrðunum og kröftugustu
yfirlýsingunum við frá eigin brjósti
og tjáir þar reiði manns, sem fyrir-
lítur „atvinnuóánægjuseggina“, sem
reyna að níða land hans og rægja
stjórn þess.
Þessi algera hreinskilni hans hef-
ur gert það að verkum, að hann er
eftirsóttasti ræðumaðurinn innan
stjórnarinnar að Nixon einum und-
anskildum.
NAFN HANS ER Á
ALLRA VÖRUM
Hin geysilega frægð Agnews var
sannarlega ekki fyrir hendi í byrj-
un stjórnmálabaráttunnar fyrir
forsetakosningarnar 1968. Þá var
þetta varaforsetaefni Republikana-
flokksins skotspónn háðfugla og
Demokrata. Það var á allan hátt
reynt að gera hann hlægilegan. Og
því ákvað hann að hafa hægt um
sig í fyrstu, er hann tók við vara-
forsetaembættinu.
Smám saman jókst þó álit margra
á honum, vegna þess að hann reynd-
ist fullfær um að taka ákveðna af-
stöðu á fundum ríkisstjórnarinnar
og Þjóðaröryggisráðsins. Og þ. 19.
október, eða fjórum dögum eftir
mótmæladaginn gegn stríðsrekstri
Bandaríkjanna, hélt hann ræðu
suður í New Orleans, ræðuna, þar
sem hann gaf eftirfarandi yfirlýs-
ingu, sem hefur svo oft verið vitn-
að til „Eins konar sjálfspyntingar-
andi hefur nú yfirhöndina í þjóð-
lífinu, en undir hann kyndir kraft-
laus hópur ósvífinna „snobba", er
skilgreina sig sem andlega sinnað
gáfu- og menntafólk." Mánuði síð-
ar jós varaforsetinn sig yfir frétta-
deildir sjónvarpsstöðvanna og lýsti
þeim með þessum orðum: „lítið og
lokað bræðralag manna, sem sér-
réttinda njóta, manna, sem enginn
hefur kosið, manna, sem njóta eins
konar einkaleyfisréttinda undir
vernd og fyrir tilstilli ríkisstjórn-
arinnar.“
Viðbrögðin við þessum ummæl-
um hans urðu alveg ótrúleg. Meiri-
hlutinn, sem hingað til hafði verið
þögull, lýsti nú óspart yfir hrifn-
ingu sinni vegna þessara ummæla
varaforsetans. Og þannig varð hann
eftirsóttasti og umdeildasti ræðu-
maðurinn á sviði stjórnmálanna.
Einn aðstoðarmanna Nixons lét sér
þessi orð um munn fara eftir ferða-
lag með Agnew um Vesturríkin:
„í hvert skipti sem ég nefndi
„Spiro Agnew“, var klappað meira
en fyrir nokkru öðru í ræðum mín-
um.“ Dæmigert fyrir þann fjölda
af bréfum, sem streymdu til skrif-
stofu Agnews, var eitt frá manni
einum í Pennsylvaníufylki, sem
skrifaði á þessa leið: „Sem Demo-
krati, er tók áður undir með öðr-
um, er spurðu: „Hvaða Spiro?“,
veit ég nú, hver Spiro T. Agnew
er. Og ég er stoltur af því að vita
það. Eg vona, að þú haldir áfram
að segja sannleikann alveg um-
búðalaust."
Ymsir gagnrýnendur varaforset-