Úrval - 01.02.1971, Page 58
56
ÚRVAL
verið á arminn á hægindastólnum
sem hann situr í.
Þegar hann vaknar, er hann svo
yfirheyrður. Árangurinn er mikil-
vægur, segir dr. Krippner. Konu
eina sem tók þátt í tilraunum
dreymdi Maríu mey og Jesúbarnið
fyrir framan tvo stólpa sem stóðu
á grasivöxnum bala. Þegar hún
vaknaði sagði hún: „Þetta var mjög
óvenjulegt, ég er alls ekki trúuð.“
Myndin var af málverki eftir E1
Greco, sem sýnir Maríu mey með
barn inni í byggingu úr stólpum,
er stendur á grösugum bala.
Þó að rannsóknir á yfirskilvit-
legri skynjun, ESP, séu enn um-
deildar meðal vísindamanna, virð-
ist samt eins og þær séu stöðugt
að vinna sér traust innan vísind-
anna. Ein af ástæðunum fyrir auk-
inni virðingu þeirra er vafalaust
hinar áreiðanlegu og nákvæmu
tölfræðilegu staðreyndir, sem vís-
indamenn við svefnrannsóknarstof-
ur, eins og rannsóknarstofu Mai-
monides sjúkrahússins, hafa safn-
að saman af miklu þolgæði. Þá eru
niðurstöðurnar oft birtar í vel-
metnum og virðingarverðum vís-
indatímaritum.
„Við álítum,“ segir dr. Krippner,
forstöðumaður rannsóknarstofunn-
ar, „að við séum að safna saman
staðreyndum um lítt þekkta starf-
semi í vitundarlífi mannsins, sem
reynast mun mikilvæg í sambandi
við aukna þroskamöguleika hans.“
Og á einum veggnum á skrifstofu
hans stendur þessi setning eftir sál-
könnuðinn heimsfræga Sigmund
Freud: „Ég legg til, að þið sýnið
möguleikanum á hugsanaflutningi
meiri og jákvæðari áhuga.“
Og það hyggjast vísindamennirn-
ir við draumarannsóknarstofnun-
ina einmitt gera.
Þessar rannsóknir á fjarhrifum
eru aðeins einn liðurinn í þeim
fjölþættu rannsóknum sem nú fara
fram á vitundarlífi mannsins og
möguleikum þess meðal sálfræð-
inga og vísindamanna.
Hvað er vitund? Hvernig starfar
vitundarlíf mannsins? Hvaða öfl og
hæfileikar kunna að leynast í vit-
undarlífi mannsins? Þetta eru
spurningar, sem heimspekingar og
hugsuðir á öllum öldum hafa glímt
við og velt fyrir sér. En nú eru það
ekki aðeins heimspekingar og
hugsuðir, sem spyrja þessara
spurninga og leita svara við þeim,
heldur hámenntaðir vísindamenn,
sem nota þau nákvæmustu og beztu
vísindaleg tæki, sem völ er á, í
leit sinni að svari við þessum
merkilegu spurningum: Hvað er
vitund? Hvernig starfar vitundar-
líf mannsins? Og hvaða öfl og hæfi-
leikar kunna að leynast í vitundar-
lífi hans?
☆
Við værum fúsari til Þess að hagnýta okkur góð ráð, e£ þau rækjust
pkkj alltuf á fyrirætlanir okkar,
General Features Corp.