Úrval - 01.02.1971, Side 66

Úrval - 01.02.1971, Side 66
64 verið. Ökkar segldúkur var sem trapiza í laginu. Inni í segldúknum var tjald fyrir sturtubað og gömul dós undan feiti, en í henni var hamar, öxi, járnpottur, eldspýtu- stokkur, tveir pakkar af blómafræi, dós af skordýraeitri til sprautunar, kassi með 400 sárabindum og .. . . guð almáttugur hjálpi mér .... lyf gegn snákabiti. Ég stóð þarna eins og glópur og starði hjálparvana á allt þetta drasl. „Ég heiti Susie,“ sagði litli bjarg- vætturinn minn. „Allt í lagi, Susie, veiztu, hvað á að gera við allt þetta dót?“ spurði ég. „Ja, í fyrra bjó hún ungfrú Alice til tjald með þrem hliðum úr þess- um segldúk, og svo reisum við girð- ingu ... og við gróðursettum .. “ Ég hafði aldrei hitt ungfrú Alice, en ég hataði hana nú þegar. Við reikuðum um í heila klukku- stund og njósnuðum um hinar tjald- búðirnar og reyndum að setja á okkur, hvað hinar gerðu í málinu. Hinar „Indíánakonurnar" höfðu þegar gert kraftaverk. í tjaldbúðum þeirra blöstu við snotur segldúks- byrgi og borðum hafði verið komið fyrir fyrir utan þau. Þar gat einnig að líta tjaldbúðaelda, sem brunnu blíðlega. Já, það hafði jafnvel verið komið upp rólum í trjánum. Þegar dagur var kominn að kvöldi gat að líta einkennilega lagað segl- dúksbyrgi í tjaldbúðunum okkar. Eitt hornið var fest með kaðli, sem brugðið hafði verið um efstu grein- ina í dauða trénu okkar. Hin hliðin hékk uppi í gúmmíteygiu, sem vafið hafði verið utan um ve!ikbyggt, ÚRVAL grannvaxið tré. Framhliðin var svo fest með límbandi við tvær langar spýtur, sem stungið hafði verið heil- an þumling niður í harðan jarðveg- inn. Okkar tjaldbúðir gátu státað af stærstu mauraþúfunni á öllu tjaldbúðasvæðinu, og furðulegri holu, sem telpurnar sannfærðu mig um, að væri snákahola. Þetta var sem sagt nýja heimilið okkar. Og stelpurnar elskuðu það blátt áfram. Á þriðja degi höfðum við hlotið nafnið Svartfetar, og ég hafði hlot- ið hina vafasömu nafngift „Ótta- lausi ieiðtoginn“. Við höfðum átt alvarlegar rökræður saman um ýmsa hluti, svo sem: Þegar kona. sem kann mannasiði, er stödd uppi í óbyggðum og hefur ekki neina bréfþurrku meðferðis, hvað gerir hún þá við horinn, þegar hún er búin að bora upp í nefið? Þið álítið kannski, að þetta sé ekki mjög al- varlegt vandamál. En þetta getur reynzt mjög aðkallandi vandamál, þegar maður er staddur í tjaldbúð- um og er aðeins 9 ára gamall. Dag einn, þegar ég þ’áðist af ofsalegum hitanum og allt virtist ganga á afturfótunum fyrir mér, datt segldúksbyrgið niður (enn einu sinni). Ég var einmitt að reisa það að nýju, en Hvíta ský, sem. var reyndar eina svarta stelpan i flokknum, horfði á aðfarirnar. Hún leit skyndilega í augu mér og sagði alveg upp úr þurru: „Ég elska þig, jafnvel þótt þú sért hvít“. Sem snöggvast gleymdi ég alveg kláðanum eftir mýbitið undir brióstahaldaranum, aumum löppun- um og sólbrunanum á skrokknum. Hvað gat ég sagt við þessu? Hvað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.