Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 66
64
verið. Ökkar segldúkur var sem
trapiza í laginu. Inni í segldúknum
var tjald fyrir sturtubað og gömul
dós undan feiti, en í henni var
hamar, öxi, járnpottur, eldspýtu-
stokkur, tveir pakkar af blómafræi,
dós af skordýraeitri til sprautunar,
kassi með 400 sárabindum og .. . .
guð almáttugur hjálpi mér .... lyf
gegn snákabiti. Ég stóð þarna eins
og glópur og starði hjálparvana á
allt þetta drasl.
„Ég heiti Susie,“ sagði litli bjarg-
vætturinn minn.
„Allt í lagi, Susie, veiztu, hvað á
að gera við allt þetta dót?“ spurði
ég.
„Ja, í fyrra bjó hún ungfrú Alice
til tjald með þrem hliðum úr þess-
um segldúk, og svo reisum við girð-
ingu ... og við gróðursettum .. “
Ég hafði aldrei hitt ungfrú Alice,
en ég hataði hana nú þegar.
Við reikuðum um í heila klukku-
stund og njósnuðum um hinar tjald-
búðirnar og reyndum að setja á
okkur, hvað hinar gerðu í málinu.
Hinar „Indíánakonurnar" höfðu
þegar gert kraftaverk. í tjaldbúðum
þeirra blöstu við snotur segldúks-
byrgi og borðum hafði verið komið
fyrir fyrir utan þau. Þar gat einnig
að líta tjaldbúðaelda, sem brunnu
blíðlega. Já, það hafði jafnvel verið
komið upp rólum í trjánum.
Þegar dagur var kominn að kvöldi
gat að líta einkennilega lagað segl-
dúksbyrgi í tjaldbúðunum okkar.
Eitt hornið var fest með kaðli, sem
brugðið hafði verið um efstu grein-
ina í dauða trénu okkar. Hin hliðin
hékk uppi í gúmmíteygiu, sem vafið
hafði verið utan um ve!ikbyggt,
ÚRVAL
grannvaxið tré. Framhliðin var svo
fest með límbandi við tvær langar
spýtur, sem stungið hafði verið heil-
an þumling niður í harðan jarðveg-
inn. Okkar tjaldbúðir gátu státað
af stærstu mauraþúfunni á öllu
tjaldbúðasvæðinu, og furðulegri
holu, sem telpurnar sannfærðu mig
um, að væri snákahola. Þetta var
sem sagt nýja heimilið okkar. Og
stelpurnar elskuðu það blátt áfram.
Á þriðja degi höfðum við hlotið
nafnið Svartfetar, og ég hafði hlot-
ið hina vafasömu nafngift „Ótta-
lausi ieiðtoginn“. Við höfðum átt
alvarlegar rökræður saman um
ýmsa hluti, svo sem: Þegar kona.
sem kann mannasiði, er stödd uppi
í óbyggðum og hefur ekki neina
bréfþurrku meðferðis, hvað gerir
hún þá við horinn, þegar hún er
búin að bora upp í nefið? Þið álítið
kannski, að þetta sé ekki mjög al-
varlegt vandamál. En þetta getur
reynzt mjög aðkallandi vandamál,
þegar maður er staddur í tjaldbúð-
um og er aðeins 9 ára gamall.
Dag einn, þegar ég þ’áðist af
ofsalegum hitanum og allt virtist
ganga á afturfótunum fyrir mér,
datt segldúksbyrgið niður (enn einu
sinni). Ég var einmitt að reisa það
að nýju, en Hvíta ský, sem. var
reyndar eina svarta stelpan i
flokknum, horfði á aðfarirnar. Hún
leit skyndilega í augu mér og sagði
alveg upp úr þurru: „Ég elska þig,
jafnvel þótt þú sért hvít“.
Sem snöggvast gleymdi ég alveg
kláðanum eftir mýbitið undir
brióstahaldaranum, aumum löppun-
um og sólbrunanum á skrokknum.
Hvað gat ég sagt við þessu? Hvað