Úrval - 01.02.1971, Side 73
NORÐUR UM HÓF...
71
hættur né fræðikenningar um tak-
mörk heims og hafs glepja sig til
hughvarfs. En hann var of langt á
undan samtíð sinni að þekkingu og
reynslu, til þess að hún gæti metið
afrek hans. Um langan aldur eftir
dauða hans eyddu fræðimenn starfi
og tíma til þess að vefengja og af-
sanna í ritum sínum landfræðileg-
an árangur ferðar hans og athug-
ana og væna hann um skrök og
ýkjur. Þótt kynlegt sé, bar sú starf-
semi þeirra ómetanlegan jákvæðan
árangur, því þau rit þeirra geyma
einu heimildirnar um könnunar-
leiðangur hans, sem varðveitzt hafa
til vorra daga. Sjálfur reit hann
bók um ferð sína og athuganir, og
ef til vill aðra um siglingafræði,
en þær eru báðar löngu glataðar.
Pytheas lét í haf frá Massalíu 325
árum fyrir Krists burð. Má telja
víst, að kaupmenn nýlendunnar
hafi látið honum í té skip, er að
traustleika og stærð jafnaðist á við
þau, sem bezt voru þá. Telja þeir
vísindamenn vorra tíma, er mest
hafa unnið að rannsóknum heim-
ilda um leiðangur hans, að slíkt
skip muni hafa verið allt að 4—500
smálestum að stærð og knúið bæði
árum og seglum. Það hefur því ver-
ið til muna stærra og traustara en
skip það, er Kólumbus hafði yfir
að ráða, er hann komst til Ameríku
átján öldum síðar.
Frá Massalíu hélt Pytheas vest-
ur um Gibraltarsund og norður
með vesturströnd Evrópu, tiL eynn-
ar L'Ouessant og Bretagne. Þaðan
fór hann með ströndum fram til
Eyrarsunds og yfir sundið til Bret-
lands. Ekki lét hann sér nægja að
sigla umhverfis landið, heldur fór
hann og víða um það fótgangandi
og kynntist lifnaðarháttum íbúanna
og atvinnuvegum. Sennilegt er, að
leiðangursmenn hafi haft vetursetu
á ströndinni við Ermarsund. Frá
suðurströnd Bretlands héldu þeir
til Rínarósa og meðfram ströndum
Norðursjávarlanda, en þar gerði
Pytheas markverðar athuganir og
framkvæmdi nákvæmar sólarhæð-
armælingar, sem varðveitzt hafa.
Sumir fræðimenn telja, að hann
hafi og komið til Limafjarðar, og
víst er það, að honum tókst að leysa
af hendi það hlutverk, er honum
hafði verið falið; að finna leiðir til
tinframleiðslulandanna og strand-
anna, þar sem hina dýrmætu verzl-
unarvöru, rafið, var að finna.
Enn sigldu leiðangursmenn til
Bretlandseyja og Orkneyja. Þar
kynntist Pytheas sögninni um
Thule, landið, sem lá norður við
ísi lögð höf. Þangað var sögð sex
sólarhringa sigling frá Bretlands-
eyjum. Þeir leiðangursmenn leit-
uðu landsins, fundu það og sigldu
síðan enn einn sólarhring í norð-
urátt.
Ekki ber fræðimönnum saman
um, hvaða land það muni vera,
sem Pytheas nefndi Thule. Knud
Rasmussen taldi það væri Norður-
Noregur, en dr. Vilhjálmur Stef-
ánsson álítur óyggjandi rök liggja
að því, að það sé ísland, og að Pyt-
heas hafi komið hingað og aflað
sér vitneskju um landið að eigin
raun.
Enda þótt einu heimildirnar, sem
geymzt hafa um leiðangur Pythe-
asar, séu að finna í ritum manna,