Úrval - 01.02.1971, Qupperneq 73

Úrval - 01.02.1971, Qupperneq 73
NORÐUR UM HÓF... 71 hættur né fræðikenningar um tak- mörk heims og hafs glepja sig til hughvarfs. En hann var of langt á undan samtíð sinni að þekkingu og reynslu, til þess að hún gæti metið afrek hans. Um langan aldur eftir dauða hans eyddu fræðimenn starfi og tíma til þess að vefengja og af- sanna í ritum sínum landfræðileg- an árangur ferðar hans og athug- ana og væna hann um skrök og ýkjur. Þótt kynlegt sé, bar sú starf- semi þeirra ómetanlegan jákvæðan árangur, því þau rit þeirra geyma einu heimildirnar um könnunar- leiðangur hans, sem varðveitzt hafa til vorra daga. Sjálfur reit hann bók um ferð sína og athuganir, og ef til vill aðra um siglingafræði, en þær eru báðar löngu glataðar. Pytheas lét í haf frá Massalíu 325 árum fyrir Krists burð. Má telja víst, að kaupmenn nýlendunnar hafi látið honum í té skip, er að traustleika og stærð jafnaðist á við þau, sem bezt voru þá. Telja þeir vísindamenn vorra tíma, er mest hafa unnið að rannsóknum heim- ilda um leiðangur hans, að slíkt skip muni hafa verið allt að 4—500 smálestum að stærð og knúið bæði árum og seglum. Það hefur því ver- ið til muna stærra og traustara en skip það, er Kólumbus hafði yfir að ráða, er hann komst til Ameríku átján öldum síðar. Frá Massalíu hélt Pytheas vest- ur um Gibraltarsund og norður með vesturströnd Evrópu, tiL eynn- ar L'Ouessant og Bretagne. Þaðan fór hann með ströndum fram til Eyrarsunds og yfir sundið til Bret- lands. Ekki lét hann sér nægja að sigla umhverfis landið, heldur fór hann og víða um það fótgangandi og kynntist lifnaðarháttum íbúanna og atvinnuvegum. Sennilegt er, að leiðangursmenn hafi haft vetursetu á ströndinni við Ermarsund. Frá suðurströnd Bretlands héldu þeir til Rínarósa og meðfram ströndum Norðursjávarlanda, en þar gerði Pytheas markverðar athuganir og framkvæmdi nákvæmar sólarhæð- armælingar, sem varðveitzt hafa. Sumir fræðimenn telja, að hann hafi og komið til Limafjarðar, og víst er það, að honum tókst að leysa af hendi það hlutverk, er honum hafði verið falið; að finna leiðir til tinframleiðslulandanna og strand- anna, þar sem hina dýrmætu verzl- unarvöru, rafið, var að finna. Enn sigldu leiðangursmenn til Bretlandseyja og Orkneyja. Þar kynntist Pytheas sögninni um Thule, landið, sem lá norður við ísi lögð höf. Þangað var sögð sex sólarhringa sigling frá Bretlands- eyjum. Þeir leiðangursmenn leit- uðu landsins, fundu það og sigldu síðan enn einn sólarhring í norð- urátt. Ekki ber fræðimönnum saman um, hvaða land það muni vera, sem Pytheas nefndi Thule. Knud Rasmussen taldi það væri Norður- Noregur, en dr. Vilhjálmur Stef- ánsson álítur óyggjandi rök liggja að því, að það sé ísland, og að Pyt- heas hafi komið hingað og aflað sér vitneskju um landið að eigin raun. Enda þótt einu heimildirnar, sem geymzt hafa um leiðangur Pythe- asar, séu að finna í ritum manna,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.