Úrval - 01.02.1971, Side 75

Úrval - 01.02.1971, Side 75
NORÐUR UM HÖF... 73 og landnám þar hefst. Og íslenzkir farmenn stunda um langt skeið siglingar til Bretlandseyja og Norð- urlanda, með þeirri hugdirfsku og harðfengi, sem nútímamönnum veitist örðugt að meta og skilja til hlítar. Slíkar sjóferðir og svaðilfarir mundu nægja til að skipa forfeðr- um okkar fremst í fylkingu djörf- ustu sægarpa, er sögur greina frá. Og þó unnu þeir afrek meiri, er þeir hófu siglingar til Grænlands, námu þar land og fóru síðan könn- unarleiðangra þaðan til austur- strandar Norður-Ameríku. „íslendingarnir, sem námu land á Grænlandi," segir dr. Knud Ras- mussen, „sýndu þann dugnað og harðfengi, er við hljótum að undr- ast. Við skulum aðeins hugleiða þá staðreynd, að Leifur heppni fann Ameríku fimm öldum áður en Kólumbus bar þar að ströndum, og hvílíkt afrek Þorfinnur karlsefni vann, er hann fór könnunarför sína til Labrador, Nýfundnalands og St. Lawrence. Og enginn mun geta hrakið þau orð mín, að saga sjó- ferða og könnunarleiðangra hermi ekki frá öðrum dáðum meiri en þeirri, er íslendingum tekst að kanna strandlengju Grænlands frá Hvarfi til Melvilleflóa, einkum þegar þess er gætt, að skip þeirra voru bæði lítil og illa búin. Já, ef til vill hafa þeir komizt alla leið til Jonessunds, því þar töldu þátt- takendur Sverdrupsleiðangursins sig hafa fundið merki um ferðir þeirra.“ ☆ Unnusti minn og ég höfðum taiað nokkrum sinnum við prestinn okk- ar viðvikjandi væntanlegri giftingu okkar. Margt þurfti að ræða og athuga. Loks ákváðum við daginn. Presturinn leit í vasabók sína. Og það furðulega gerðist, að hann var einmitt laus það kvöld, sem við höfðum ákveðið. Því Lófum við nú undirbúning af fullum krafti. Skömmu eftir hjónavígsluna viðurkenndi presturinn ,það skömmustu- legur á svip, að konan hans hefði minnt sig allákveðið á það, hvers vegna þetta sérstaka kvöld hefði einmitt verið laust. Það var sem sé giftingardagurinn þeirra! í anddyri byggingar einnar niðri í miðborg er vigt, þar sem ég vigta mig alltaf, þegar ég á leið þar um, Þennan sérstaka dag gekk hús- vörðurinn til min, þegar ég steig af vigtinni, og sagði: „Til hamingju!“ Ég vissi reyndar, að afrek mitt var ekki.svo stórkostlegt, að það gæfi tilefni til siíks, svo að ég sagði við hann, að hann ihlyti að fara mannavillt. „Nei, það geri ég ábyggilega ekiki," svaraði hann. „Ég er búinn að vinna hérna ,í þrjá daga, og iþér eruð fyrsta manneskjan, sem stígur brosandi niður af þessari vigt.“ Madeline Baxter.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.