Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 93

Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 93
ÉG LIFI FYRIR FLUGIÐ 91 sjúkrahúsinu. Þá var mér komið fyrir á setustofu á jarðhæð for- setaóðalsins í Marly-le-Roi. Allir speglar höfðu verið fjarlægðir úr stofunni. Fjölskylda mín óttaðist, að það yrði mér geysilegt áfall að sjá spegilmynd mína. í húsi þessu átti ég eftir að eyða mörgum dögum og nóttum, óend- anlega mörgum, að því er mér fannst. Stundum fór ég á fætur, eftir að dimma tók, og reikaði eins og vofa um auð herbergin eða úti í garðinum. Nóttin var vinur minn, griðastaður minn. Þá voru minni líkindi til þess, að einhver eða eitt- hvað yrði á vegi mínum, sem ylli mér óþægindum eða leiðindum. Eg sá næstum enga manneskju, að Paul undanskildum, jafnvel ekki drengina mína, hann Jean Claude, sem var þá 11 ára, og hann Jean-Paul, sem var þá 8 ára. É'g var fastákveðin í því að hitta þá ekki, fyrr en ég leit orðið út eins og mennsk vera. Ég óttaðist þann hrylling og þá sorg, sem gagntæki þá, er þeir litu afskræmt andlit mitt. Og mér. fannst sem ég mundi þá hljóta að missa þá að eilífu. En móðir mín kom samt með þá einu sinni til Marly. Ég man ekki gerla svipbrigði þeirra, þegar þeir sáu höfuðhjálminn og hökuumbúð- irnar. En þeir höfðu samt verið vel þjálfaðir af móður minni og byrj- uðu að stagast á þessari sömu setn- ingu, báðir tveir: ,,Þú mátt aldrei fljúga aftur, mamma!“ Viðbrögð móður minnar voru mjög eðlileg. En þetta var samt ekki rétta læknisaðferðin í mínu tilfelli. Það eina, sem gerði mér fært að halda stöðugt dauðahaldi í lífið, var vonin um að geta flogið að nýju. VINDAR OG FRELSI Flugið hafði reyndar ekki alltaf heltekið mig á þennan hátt. Þegar við Paul byrjuðum í flugtímum á miðju ári 1947, höfðum við aðeins skoðað þetta sem nýja íþrótt, eins spennandi og að renna sér á skíðum eða aka hraðgengum bif- reiðum, en heldur ekki meira en það. Atbu/ðir'nir, sem breyttu þessu viðhorfi mínu, áttu rætur að rekja til þess lífs, er ég lifði sem tengdadóttir franska forsetans. Nokkrum dögum eftir að „Papa“ hafði verið kosinn forseti í janúar 1947, vorum við Paul þegar orðin eftirsóttustu hjónin í París. Við vorum beðin um að vera viðstödd alls konar móttökur, frumsýningar og góðgerðarsamkomur. Við vorum ung. Okkur þótti gaman að fara út og skemmta okkur. Og vegna Papa vildum við ekki ntita neinum. I fyrstu voru blöðin okkur mjög vinveitt. En smám saman fór tónn- inn í skrifum vissra blaða um okk- ur að breytast, og slúðursögurnar hófust. Kjarni þeirra var þessi spurning: Hvaðan komu allir þeir peningar, sem þurfti til þess að greiða fyrir hinn dýrlega klæðnað, sem frú Paul Auriol ber við slík tækifæri? (Sannleikurinn var sá, að ekkert var auðveldara fyrir konu í minni stöðu en að fá lán- aðan kjól fyrir eitt kvöld. Og þar að auki gat ég fengið módelflíkur frá frægustu tízkuhúsunum á kostn- aðarverði).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.