Úrval - 01.02.1971, Qupperneq 102
100
keppni milli Jacqueline og mín.
Hún sýndi göfuglyndi sitt viS þetta
tækifæri með því að fara fram á
það, að ég fengi Harmon-alþjóða-
verðlaunin, ein af æðstu verðlaun-
unum fyrir flugafrek. Truman for-
seti veitti mér þau árið 1952.
En það var annað „heiðurs-
merki“, sem veitti mér jafnvel enn
meiri gleði. Þegar ég klöngraðist
niður úr Vampireþotunni síðdegis
þennan dag, tók einn af tilrauna-
flugmönnunum af sér flugmanns-
merki sitt og gaf mér það.
ÉG SNÝ AFTUR í SKÓLA
Þessi frammistaða mín gerði mér
fært að afla mér réttinda sem her-
flugmaður. En hvorki hraðamet
mitt né herflugmannsskíreinið
nægði til þess að veita mér inn-
göngu í hið frækna úrvalslið til-
raunaflugmannanna. En ég var
samt að nálgast þetta mark. Nú
þurfti ég að afla mér réttinda sem
svifflugkennari. Ég þjálfaði mig
einnig í blindflugi í nokkra mán-
uði. Loks veitti Louis Bonte, yfir-
maður tilraunaflugstöðvarinnar í
Brétigny, mér inngöngu í fluglið
sitt . . . sem byrjanda. Ég fór ekki
fram á meira.
Ég hófst nú handa sem nær al-
ger byrjandi að nýju á öllum svið-
um flugsins. Nú kvaddi ég Vam-
pireþoturnar og önnur kraftmikil
skrímsli. Ég flaug ósköp tilkomu-
litlum eins hreyfils flugvélum og
síðan margra hreyfla flutninga-
flugvélum. Ég gerði mér far um að
valda starfsfélögum mínum sem
minnstri gremju, en þeir voru all-
ir karlkyns. Og því lét ég sem allra
ÚRVAL
minnst á mér bera. Ég vann mark-
visst að því að svipta burt öllum
grun í huga þeirra um, að ég væri
eins konar viðvaningur. Ég var
fyrsta flugkonan, sem aðgang hafði
fengið að tilraunaflugstöðinni í
Brétigny. Og það þurftu allir að
venjast þessari nýbreytni.
Loks var mér veitt starf sem fast-
ráðinn flugmaður á formlegan hátt.
Ég var á launalista flugstöðvarinn-
ar. Ég var orðin atvinnuflugmann-
eskja. En samt var hið erfiðasta
enn eftir. Það er sami munur á
venjulegum fastráðnum flugmanni
og tilraunaflugmanni og á milli
írístundamálara, sem málar á
sunnudögum, og sjálfs Picasso. Þar
er um allt annað starf að ræða. Og
ég þráði þetta starf ofboðslega
heitt. Dag einn herti ég því upp
hugann og spurði Louis Bonte:
„Haldið þér, að ég hafi möguleika
á því að verða einhvern tíma til-
raunaf lugmaður? “
„Kannske," svaraði Bonte hik-
andi, „þegar þú ert búin að fá nægi-
lega mörg atkvæði."
Hið varkára svar hans færði mér
heim sanninn um, að tilraunaflug-
mennirnir í flugstöðinni væru ekki
enn sannfærðir um, að ég væri þess
verð að slást í hóp þeirra, enda er
Tilraunaflugmiðstöðin í Brétigny
eins konar einkaklúbbur. Auðvit-
að fer ekki fram nein formleg at-
kvæðagreiðsla um það, hvort flug-
maður, sem þráir tilraunaflug-
starfið, skuli tekinn í félagið. En
Bonte, sem var góður leiðtogi á
þessu sviði, vissi vel, hvort flug-
menn hans voru reiðubúnir til þess
að viðurkenna nýjan flugmann sém