Úrval - 01.02.1971, Side 110
108
ÚRVAL
og stefndi beint til jarðar, en hún
spann ekki lengur.
Nú gat ég séð eðlilega í fyrsta
skipti frá því spuninn hafði byrj-
að. Og ég gat séð jörðina koma
þjótandi á móti mér með æðisleg-
um hraða. Ég var komin allt of
nærri henni. Það virtist ekki vera
mikið svigrúm til þess að sveigja
frá henni. Ég var þess fullvss, að
ég varð að gera eitthvað í málinu
tafarlaust, ætti mér að auðnast að
bjarga • lífi mínu. Ég dró stöngina
að mér af öllum lífs og sálar kröft-
um, gaf fullt bensín, gerði allt, sem
ég vissi, að gera varð við slíkar að-
stæður og . nefið tók að beinast
upp á við og ég sleikti næstum
akrana í nokkurra metra hæð.
Ég var hamingjusöm . . . svo
óumræðilega hamingjusöm!
Ég lenti í flugvél, sem var að
vísu enn með vængi en var samt í
þannig ástandi, að hún var vart
nothæf lengur vegna þess álags,
sem hún hafði nú orðið að þola.
Ég ók henni í áttina til flugvéla-
stæðanna, en þar gat ég greint
Guillaume og flugvélavirkjana. Þeir
voru náfölir. Ég klöngraðist niður
úr flugvélinni og féll máttvana í
faðm þeirra.
Næsta dag fór ég á flugsýning-
una í Múnchen. Ahorfendur hefðu
aldrei getað gizkað á, að einum 24
stundum áður hafði sams konar
flug og ég sýndi þeim núna næst-
um kostað mig lífið.
í GÓÐUM FÉLAGSSKAP
Okkur verður aldrei hugsað til
dauðans, nema hann stígi næstum
á hæla okkur. En stundum lýstur
dauðinn einhvern í augsýn okkar.
Ég minnist eins síðdegis á sólskins-
degi á flugvellinum í Brétigny. Við
Guillaume sátum inni í skrifstof-
unni og horfðum út um gluggann.
í fjarska heyrðum við hvellan
hvininn í þotu. Skyndilega hrópaði
Guillaume upp yfir sig: „Hann
drepur sig!“ Og sekúndu síðar sá-
um við flugvélina skella til jarðar,
og svo heyrðum við sprengihljóð-
ið og sáum reyk og eldtungur
teygja sig til lofts upp frá vellin-
um.
Helmingur allra þeirra tilrauna-
flugmanna, sem ég hef kynnzt, eru
nú dánir. Fjórir eru nú horfnir af
sjö bekkjarfélögum mínum í Til-
raunaflugskólanum. En ég hef ekki
gleymt neinum þessara manna. Það
er eins og þeir séu enn lifandi, þeg-
ar við tölum um þá. Ef þessu væri
ekki þannig farið, væri tilvera til-
raunaflugmanns alveg óbærileg.
Þegar flugmaður deyr, fljúgum
við lítið næstu dagana á eftir. Sam-
kvæmt þegjandi samkomulagi virð-
umst við álíta, að þá sé hinn rétti
tími til hugleiðslu, rétti tíminn til
þess að leita á vit minninganna.
Það er ekki mikið um ræðuhöld
við jarðarförina, en sérhver til-
raunaflugmaður í Frakklandi
reynir að mæta til þess að kveðja
hinn látna hinztu kveðju, hvort sem
hann hefur þekkt hinn látna eða
ekki.
Éftir jarðarförina koma svo allir
flugmennirnir saman og snæða há-
degisverð. Þeir eru í fyrstu alvar-
legir eins og við sjálfa jarðarför-
ina. En smám saman breytist and-
rúmsloftið, raddirnar verða hávær-