Úrval - 01.02.1971, Síða 110

Úrval - 01.02.1971, Síða 110
108 ÚRVAL og stefndi beint til jarðar, en hún spann ekki lengur. Nú gat ég séð eðlilega í fyrsta skipti frá því spuninn hafði byrj- að. Og ég gat séð jörðina koma þjótandi á móti mér með æðisleg- um hraða. Ég var komin allt of nærri henni. Það virtist ekki vera mikið svigrúm til þess að sveigja frá henni. Ég var þess fullvss, að ég varð að gera eitthvað í málinu tafarlaust, ætti mér að auðnast að bjarga • lífi mínu. Ég dró stöngina að mér af öllum lífs og sálar kröft- um, gaf fullt bensín, gerði allt, sem ég vissi, að gera varð við slíkar að- stæður og . nefið tók að beinast upp á við og ég sleikti næstum akrana í nokkurra metra hæð. Ég var hamingjusöm . . . svo óumræðilega hamingjusöm! Ég lenti í flugvél, sem var að vísu enn með vængi en var samt í þannig ástandi, að hún var vart nothæf lengur vegna þess álags, sem hún hafði nú orðið að þola. Ég ók henni í áttina til flugvéla- stæðanna, en þar gat ég greint Guillaume og flugvélavirkjana. Þeir voru náfölir. Ég klöngraðist niður úr flugvélinni og féll máttvana í faðm þeirra. Næsta dag fór ég á flugsýning- una í Múnchen. Ahorfendur hefðu aldrei getað gizkað á, að einum 24 stundum áður hafði sams konar flug og ég sýndi þeim núna næst- um kostað mig lífið. í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Okkur verður aldrei hugsað til dauðans, nema hann stígi næstum á hæla okkur. En stundum lýstur dauðinn einhvern í augsýn okkar. Ég minnist eins síðdegis á sólskins- degi á flugvellinum í Brétigny. Við Guillaume sátum inni í skrifstof- unni og horfðum út um gluggann. í fjarska heyrðum við hvellan hvininn í þotu. Skyndilega hrópaði Guillaume upp yfir sig: „Hann drepur sig!“ Og sekúndu síðar sá- um við flugvélina skella til jarðar, og svo heyrðum við sprengihljóð- ið og sáum reyk og eldtungur teygja sig til lofts upp frá vellin- um. Helmingur allra þeirra tilrauna- flugmanna, sem ég hef kynnzt, eru nú dánir. Fjórir eru nú horfnir af sjö bekkjarfélögum mínum í Til- raunaflugskólanum. En ég hef ekki gleymt neinum þessara manna. Það er eins og þeir séu enn lifandi, þeg- ar við tölum um þá. Ef þessu væri ekki þannig farið, væri tilvera til- raunaflugmanns alveg óbærileg. Þegar flugmaður deyr, fljúgum við lítið næstu dagana á eftir. Sam- kvæmt þegjandi samkomulagi virð- umst við álíta, að þá sé hinn rétti tími til hugleiðslu, rétti tíminn til þess að leita á vit minninganna. Það er ekki mikið um ræðuhöld við jarðarförina, en sérhver til- raunaflugmaður í Frakklandi reynir að mæta til þess að kveðja hinn látna hinztu kveðju, hvort sem hann hefur þekkt hinn látna eða ekki. Éftir jarðarförina koma svo allir flugmennirnir saman og snæða há- degisverð. Þeir eru í fyrstu alvar- legir eins og við sjálfa jarðarför- ina. En smám saman breytist and- rúmsloftið, raddirnar verða hávær-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.