Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 9
7
Það eru ótrúlegustu hlutir sem
fóllc gleymir. Jafnvel mæður
geta gleymt börnum
sínum.
náttföt, undirbuxur,
brjóstahaldara og inni-
skó.
Fari gestirnir ekki
fyrr en eftir hádegið,
finna stofustúlkurnar
venjulegast náttfötin
undir koddanum. Bíði
gestirnir með að fara til
kvöldsins, gleyma þeir
frakkanum, regnhlífinni
og hattinum.
Veðráttan hefur mikil
áhrif á gleymskuna.
Komi gestur til hótels-
ins í ausandi rigningu,
og yfirgefi það i glamp-
andi sóskini, getur þjón-
ustustúlkan verið viss
um að finna regnhlíf
eða regnfrakka í her-
berginu.
Hirzlurnar í herbergj-
unum eru vanalegast
fullar af alls konar dóti,
þegar gestirnir eru farn-
ir, svo sem skyrtu-
hnöppum, hönzkum,
skjölum, peningum og
ástarbréfum.
Minjagripum og póst-
kortum gleymir fólk al-
drei, það á eftir að slá
um sig með þeim þegar
það kemur heim.
Heppnir og heiðar-
legir finnendur eiga
eins og allir vita rétt á
ákveðnum fundarlaun-
um fyrir það, sem þeir
finna og miðast þau við
verðmæti hlutarins. En
sjaldnast eru fundar-
launin borguð strax, og
yfirleitt reynir eigand-
inn að koma sér hjá því
að borga þau.
Óheppnin hafði elt
bílaþvottamanninn Bill
Cooper allt hans líf, en
allt í einu virtist gæfan
brosa við honum; það
var þegar hann fann
perlufesti á götunni.
Hann fór með hana í
skartgripaverzlun og
spurði hve verðmæt
hún væri. „Minnst
30.000 dollara virði,“
sagði afgreiðslumaður-
inn, en strax og Bill var
úr augsýn hringdi hinn
til lögreglunnar, því að
hann taldi víst, að Bill
Cooper væri þjófur.
Aumingja Bill var
handtekinn og settur í
fangelsi, og sat þar í
marga mánuði, áður en
nokkur lögfræðingur
vildi taka að sér málið
fyrir hann. Loksins var
hann látinn laus, og
perlufestin seld á upp-
boði fyrir 520 dollara,