Úrval - 01.11.1971, Side 12
10
Lindbergh hefur flogið yfir
Bandaríkjunum svo að segja hvíld-
arlaust síðan 1922 — sem póstflug-
maður, hernaðarlegur ráðunautur
og tæknilegur ráðgjafi Pan Ameri-
can World Airways. „Fáir menn
hafa með eigin augum séð, eins og
ég hef síðustu 50 árin, hinar alvar-
legu skemmdir, sums staðar hróp-
legar, sem bandarískt land hefur
orðið að þola,“ segir hann. ,,Ég hef
séð brotna niður varnargarða lands-
ins á vestur ströndinni, þar sem áð-
ur var víðáttumikið land, er nú
sjórinn einn. Ég hef séð fugla- og
dýralífi útrýmt á stórum svæðum.
Ég hef séð skógana brotna undir
ræktunarland, og ræktunarland
hverfa undir úthverfi stórborganna.
Ég hef séð fjöllin gegnumboruð fyr-
ir þjóðvegi, ár og fljót eru ekki
lengur tær, heilnæm, heldur fúl af
eitri. Eiturþokan sveimar í lofti —
allt saman er þetta vitnisburður
gegn hugsunarleysi mannsins. Samt
er ástandið enn ekki verra en svo
sums staðar, að þessu má breyta
til fyrra horfs.“
Snemma í vor (1971) fór Lind-
bergh í tveggja vikna athugunar-
ferð með blaðamanni þeim er þetta
skrifar frá Connecticut (þar búa
Lindbergh-hjónin í bænum Darien)
til Hawaii, og vildi hann benda
blaðamanni á sumar af þeim
skemmdum á náttúrunni, sem hann
hefur orðið vitni að. Einnig vildi
hann hitta að máli náttúruverndar-
menn á hverjum stað og kynnast af
eigin raun, vandamálum þeirra.
Einnig hafði hann áhuga á að hitta
þá til að stappa í þá stálinu í bar-
áttu þeirra fyrir umhverfisvernd-
ÚRVAL
inni, og ljá þeim þann ljóma, sem
enn lýsir af nafni hans.
Gegnum ferðina, lagði Lindbergh
stöðugt áherzlu á það, að hann væri
mótfallinn því, að menningarleg
þróun ætti að taka enda og að mað-
urinn ætti að hverfa aftur til skóg-
anna. „Við verðum að notfæra okk-
ur náttúrlega auðlegð,“ sagði hann,
„en jafnframt að sjá til þess að nota-
gildi auðlindanna þverri ekki jafn-
harðan. Við verðum að hugsa fyrir
framtíðinni. Sumt af náttúruauð-
lindum eru þannig, að þær endur-
nýjast aldrei. Þannig er því t.d.
varið með olíuna og málma sem
unnir eru í námum, einnig mikinn
hluta alls jarðvegs. Og við verðum
að notfæra okkur þessar auðlindir
með sérstakri varfærni. Sumar auð-
lindir er hins vegar hægt að end-
urnýja, svo sem skógana okkar og
veiðidýr — þ.e.a.s. ef við gætum
þess að ganga ekki alveg fram af
stofninum. Jafnvægi er það sem
öllu máli skiptir.
Lög okkar og siðvenjur, ætti að
byggja á því sjónarmiði, að sérhver
kynslóð, geti aldrei litið svo á, að
auðlindir jarðar séu hennar eign,
heldur séu þær hverju sinni í um-
sjá þeirrar kynslóðar, sem með vö’d
fer — og sérhver kynslóð er skyld-
ug til að færa þeirri næstu auðlegð-
ina í hendur, og þannig áfram í
framtíðina."
EÐLISLÆG SKYLDURÆKNI
Ef maður hefur áhuga á að skilja
náttúruverndarmanninn Lindbergh,
er nauðsynlegt að þekkja svolítið til
tauga þeirra sem binda hann
bernskuheimili hans, sem er bónda-