Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 19
HANN LIFÐl MARTRÖÐ í SJÖ MÁNUÐI
17
verið sendur til Uruguay eftir sér-
stakri beiðni þarlendra stjórn-
valdna. Starf hans í Uruguay var
hliðstætt því sem hann hafði unnið
í 21 landi á undan: að hjálpa, hjálpa
fátækri þjóð sem saman stendur af
þrem milljónum manna að bæta
landbúnaðartækni sína.
Sem hann ók til vinnu sinnar
þennan morgun, hafði Fly í huga
aðvörun þá er bandaríska sendiráð-
ið hafði gefið öllum Bandaríkja-
mönnum í landinu. Þrír bandarískir
borgarar höfðu sætt árásum í vik-
unni á undan af hendi innlendra
skæruliða, og voru þeir úr flokki
sem allur heimurinn kannast nú við
undir nafninu Tupamaros.
Tveir Bandaríkjamannanna
þriggja, sem ráðist var á, komust
undan, en hinum þriðja, Daniel A.
Mitrione, lögreglusérfræðingi frá
Indiana, sem eins og Fly vann að
ráðgjafastörfum á vegum stjórnar-
innar, hafði verið rænt.
Einnig höfðu Tupamaros-skæru-
liðar rænt konsúlnum Aloysio Dias
Comide frá Brasilíu. En Fly var
ekkert skelkaður þrátt fyrir ránin
og þrátt fyrir aðvaranir.
„Þegar að öllu er gætt“, sagði
hann við starfsbróður sinn, innlend-
an mann, „hvaða erindi gætu Tupa-
maros hugsanlega haft að rækja við
mig? Gamlan jarðvegsfræðing".
Á rannsóknastofu sinni lenti Fly
í samræðum við samstarfsmann
sinn frá Uruguay Luisi De Leon pró-
fessor. Klukkan nákvæmlega 9:40
þennan morgun, ruddust fjórir
menn í borgaralegum klæðum inn
á rannsóknastofuna, drógu upp
byssur sínar og ógnuðu Fly að fara
út um bakdyrnar. Ameríkaninn
barðist við skæruliðana, en prófess-
orinn, De Leon, kallaði til hans:
„Ekki streitast á móti — þeir skjóta
þá og drepa þig“.
Þegar út úr húsinu var komið,
bundu skæruliðarnir fyrir augu Fly
og reirðu einnig saman hendur hans
og fætur. Honum var svo stungið í
stóran strigapoka og kastað aftan á
illa útlítandi sendibíl. Mannræn-
ingjarnir klifruðu síðan inn í stýr-
ishús sendibílsins og óku burt.
Þannig hófst 208 daga löng eld-
raun Claudes Fly, og jafnframt
hófst þarna nýr kapítuli í sögu
frelsisbaráttu í Uruguay, baráttu
þeirra hreyfinga sem vilja varpa af
sér stjórnum, sem kosnar hafa ver-
ið á venjulegan, frjálsan hátt.
Tupamaros kalla þeir sig. Nafnið
er tekið frá Inka-höfðingja, sem á
18. öld var helzti baráttumaður inn-
fæddra manna gegn spænskum
kúgurum.
Skæruliðarnir höfðu fyrir ránið á
Fly krafizt þess að stjórnvöldin létu
lausa 150 pólitíska fanga, og vildu
skæruliðar fá þá í skiptum fyrir
Mitrione og Gomide. Strax eftir að
Fly hafði verið rænt, hringdu
skæruliðar í útvarpsstöð eina og
gáfu yfirvöldunum viðVörun: Ef
yfirvöld landsins ekki yrðu við
kröfum Tupamaros, þá biðu Fly
sömu örlög og hinna tveggja: dauð-
inn.
„ENGUM ILLT“
Eftir langa og erfiða ferð eftir
krókóttum, ósléttum götum, var sá
særði, marði og örþreytti Fly næst-
um borinn, næstum dreginn inn í