Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 26
24 ÚRVAL
Það er hinum örugga forseta, Joseph Molmto, að þakka, að hið
viðáttumikla laiul hans, Kongó, hefur komizt af upplausnar-
og ringulreiðarstigi því sem kom í Icjölfar sjálfstæðis landsins,
en það fékkst árið 1960.
EFTIR
DAVID REED
Hinn mikli höfðingi Kongó
ann er höfðingi. Hann
er einn mesti höfðingi
Afríku. Hann býr í
lúxushöll, sem er vökt-
uð af hermönnum,
klædum fallegum ko-
einkennisbúningum.
sjálfur er eins og bezt
fer í lýðræðisríki, klæddur jakka og
skyrtu, og er hún opin í hálsinn.
Húfu hefur hann hins vegar á höfði,
og er hún úr hlébarðaskinni, svo
enginn gleymi nú, að maðurinn er
höfðingi. Þar fyrir utan hefur hann
í hendi göngustaf, sem gerður er úr
fílabeini. Líka merki um að hér er
virtur höfðingi á ferð.
Hann gengur um hallargarðinn
og sýnir hann nokkrum afríkönsk-
um gestum, og gengur að hlébarða-
búri. Afríkumenn eru hræddir við
hlébarða, en höfðinginn réttir hönd
sína inn í búrið og klappar dýrinu,
og það veltir sér á bakið og sleikir
hönd hans. Gestirnir eru furðulostn-
ir:
„Hann er guð!“ hvíslar einn
þeirra.
Joseph Désiré Mobutu, fertugur
forseti Kongós, æðsti maður hersins
og leiðtogi eina pólitíska flokksins
í landinu, er víst enginn guð, en þau
sex ár sem hann hefur stjórnað
Kongó, hefur honum tekizt að fram-
kvæma sitthvað, sem virðist standa
kraftaverki næst. Hann hefur skap-
að grunninn að sterkri, öruggri rík-
isstjórn í landi sem gegnum ára-
tugi hefur ekki þekkt til annars en
glundroða og stjórnleysi.
Hann hefur hrifsað Kongó úr
greipum sovézkra og kinverskra
kommúnista og endurskapað efna-
hag landsins, þannig að hann er nú
hinn traustasti í Afríku.
LÖG FRUMSKÓGARINS
Allt þetta hefur tekizt á aðeins
11 árum sem liðin eru síðan Kongó
fékk sjálfstæði úr hendi Belga —
sjálfstæði sem ekki fékkst nema að
undangengnu blóðbaði, sem kostaði
*****
^r-—]•*•
*****
boltbláum
Höfðinginn