Úrval - 01.11.1971, Side 36
34
ÚRVAL
— Grætur þú? spurði hann og
beygði sig yfir hana.
Ýmsar hugsanir fóru sem leiftur
um hug hans. Skyldi hún nú iðr-
ast, þegar hún hafði séð fyrrverandi
unnusta sinn í allri sinni tign og
veldi. Það var aldrei hægt að reikna
út hvernig konur hugsuðu. Ef til
vill hafði hún aðeins gifzt honum
af því að hann var hershöfðingi og
hafði skotið upp kollinum í lífi
hennar á réttu andartaki?
•—■ Grætur þú? spurði hann aftur
og ýtti varlega við henni. Þá sneri
hún sér að honum:
—■ Hvers vegna ætti ég að gráta?
Heldurðu, að ég hafi öfundað Jós-
ephinu, þegar hann tróð kórónunni
niður fyrir eyru á henni?
Hinn æruverðugi marskálkur
hnyklaði brúnir.
— Þú ert asni, Jean-Baptiste,
sagði Desirée. — Þú ert sjálfur
blóðöfundsjúkur. Góða nótt, Berna-
dotte, og sofðu vel!
Napóleon vann hvern sigurinn á
fætur öðrum, — Austerlitz, Jena,
Auerstádt og Wagram. Hann og
bræður hans ríktu yfir allri Evrópu.
Franski herinn virtist ósigrandi.
Hann stóð á hátindi veldis síns. En
samt var keisarinn ekki alsæll. Jós-
ephinu tókst ekki að eignast erf-
ingja, þótt hún leitaði til allra fræg-
ustu lækna Evrópu og ákallaði guð
almáttugan.
Tveir vagnar mættust mitt á
Place de la Concorde. Vagn fursta-
ynjunnar af Ponte Corvos var græn-
málaður, vagn Napóleons var blár
með einkennisstöfum keisarans
greiptum í gull. Bernadotte hafði
verið útnefndur aðalsmaður fyrir
þátt sinn í sigrinum við Austerlitz
og fjölskyldan gat státað sig af fínu
skjaldarmerki á hurð vagnsins.
Keisarinn gaf fyrirskipun um að
stöðva vag'ninn og ekillinn hlýddi
samstundis. Vagnarnir stóðu sam-
síða eftir stutta stund og Napóleon
lyfti hendinni, heilsaði og brosti
vingjarnlega. Desirée brosti og veif-
aði einnig. Þá mundi hún allt í einu,
að maður á að hneigja sig fyrir
keisaranum, og einmitt í þann mund
er Napóleon hafði sett niður vagn-
gluggann og rekið höfuðið út um
hann, hvarf Desirée. Napóleon sá
aðeins fjaðrirnar á hattinum henn-
ar og forvitnislegt augnaráð Óskars
litla. Keisarinn hnyklaði brúnir.
— Hvað er hún mamma þín að
gera? spurði Napóleon.
— Hneigja sig fyrir yðar hátign,
— en hún festist, sagði Óskar litli.
Keisarinn rak upp skellihlátur.
Eldrjóð í íraman og með hattinn
skakkan og skældan kom Désirée
loks í ljós og reyndi að halda virð-
ingu sinni, þrátt fyrir óhappið.
—■ Þú hefðir sannarlega orðið fín
keisaradrottning, Désirée litla, sagði
keisarinn og skellihló enn.
Þá tóku augu Désirée að skjóta
gneistum. Hún ýtti glugganum nið-
ur, beygði sig í áttina að hans há-
tign og hrópaði:
—• Ég hefði að minnsta kosti get-
að fætt þér son, Napóleon Bona-
parte! Síðan þrýsti hún Óskari litla
að sér og skipaði eklinum að aka af
stað tafarlaust.
Désirée beið milli vonar og ótta
í heila viku. Mundi hann hefna sín
á henni? Og hvað mundi þá keis-