Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 43
HÁKARLINN — HIÐ GLÆSILEGA VILLIDÝR . ..
41
ég hafði otað undan mér að honum
sem nauðvörn, sneri hann allt í einu
frá og synti aftur niður í djúpið.
Það heyrðist ekkert hljóð, það var
engin lykt. Það er greinilegt að
sjónin ein réði gerðum hans í þetta
skipti.
Það er beldur ekki um það að
villast, að hákarlar heyra mjög vel,
og tilraunir hafa sýnt, að þeir svara
eins vel hljóði frá blástri neðan-
sjávar, og hávaða frá bjöllu, eins og
hljóði sem dýfingamaðurinn gefur
frá sér við vinnu sína. Yfirleitt sýna
hákarlar öllu í kringum sig mikinn
áhuga. Og ráðleggingar, sem mað-
ur hefur heyrt, svo sem ,,ef þú sérð
hákarl koma, lemdu þá vatnið
kringum þig með höndunum“, eða
þessa frægu aðvörun sem byrjend-
ur í köfun heyra stundum, „ef þú
þarft að reka frá þér hákarl, þá
skaltu æpa hátt í vatninu11, eru
næstum því glæpsamlegar. Ég hef
oft reynt þessar tvær aðferðir, og
oftast gerist ekki annað en að há-
karlinn ræðst þegar í stað á mann.
Ég held það sé hinn tryllingslegi,
æðislegi bardagi, sem hákarlarnir
berjast, sem hafi hvað mest áhrif á
mig. Ég verð þá gersamlega hjálp-
arvana, og stari bara hræddur á. Hin
brjálæðislega slátrun hjarða af há-
körlum, aðeins vegna þess að einn
þeirra hefur bitið í fiskræfil. Skepn-
urnar virðast þá algerlega óstöðv-
andi í drápsæði sínu, skertar allri
skynsemi, óstöðvandi morðdýr.
Stundum flýr hákarlinn frá nökt-
um, vopnlausum kafara, og stundum
ræðst hann í ofsa gegn stálkúlu og
bítur í rimlana á köfunarkúlunni.
Öll önnur dýr, hvort sem það eru
hundar eða hirtir, stjórnast af fram-
komu minni gagnvart þeim. En há-
karlinn fer gegnum veröld mína