Úrval - 01.11.1971, Side 48

Úrval - 01.11.1971, Side 48
46 ÚRVAL lá á sillunni við hlið hans. Mjög blæddi úr sárinu. Oelz vann hratt og örugglega. Hann notaði límband til að herða að fótleggnum til að stöðva blóð- rásina, og herti að upp við hægri mjöðm Judmaiers. „Ég er búinn að vera,“ sagði Judmaier. Oelz svaraði engu. Hann hélt áfram vinnunni, hreinsaði blóðdrefjar af höfði Jud- maiers og batt hann við klett, þann- ig að hann rynni ekki fram af sill- unni. Hann gat ekki verið ósam- mála svartsýnni fullyrðingu vinar síns. Hefði þetta verið Sviss eða Austurríki, þá hefði verið hægt að ná sambandi við marga færa, þjálf- aða fjallgöngumenn, sem höfðu starf af að bjarga fjallgöngumönn- um í vandræðum, þá hefði hann kannski haft nauma von um björg- un. En þetta var Kenya, þar sem ekki fyrirfundust sérþjálfaðar bj örgunarsveitir f j allgöngumanna. Og jafnvel þótt þær hefðu verið til, þá virtist augljóst, að löngu áð- ur en Oelz hefði tekizt að safna þeim saman, hefði vinur hans ver- ið dauður af blóðmissinum, tauga- áfallinu eða öðrum afleiðingum meiðslanna. Þegar Oelz hafði gert sér grein fyrir staðreyndunum, hratt hann allri hugsun um þær burt úr huga sér. Eitthvað hlaut maður að geta gert. „Ég ætla að fara og sækja lyf og fólk til að bera þig niður,“ sagði hann, „það er möguleiki.11 Judmaier kinkaði veiklulega kolli, „kannski ef þeir verða fljótir,“ sagði hann, „og ef þú verður heppinn ...“ „VIÐ VERÐUM AÐ REYNA“ Það var farið að snjóa. Þótt fjallið Kenya sé í aðeins 10 mílna fjarlægð frá miðbaugi, þá kólnar mjög á skömmum tíma, ef birgir ský sólu. Oft fer hitinn niður fyrir frosmark. Oelz lagði jakka þeirra beggja og teppi yfir Judmaier, og setti hann þar að auki í svefnpoka. Hjá hon- um skildi hann eftir það eina sem þeir höfðu matarkyns, þ.e. dós með niðursoðnum ávöxtum. Síðan kom hann lagi á reipi, brá því um sig, snerti við öxl vinar síns í kveðju- skyni, og renndi sér niður af brún- inni. Ferðin niður var ofsalega sárs- aukafull. Reipið reif sem áður upp brennda lófa Oelz, og stundum varð hann að nema staðar, vegna þess að kvalirnar voru óþolandi. Klett- arnir voru þegar þaktir ísþynnu, og snjókoman var svo mikil, að hann sá ekki nema metra frá sér eða tvo. En hann hugsaði stöðugt um Jud- maier, einan þar uppi í kuldanum, og hann mjakaðist áfram. Um sex leytið staulaðist hann inn í Kami Hut, þar sem Zambíumennirnir fjórir voru og Ameríkanarnir. Hann sagði þeim hvað gerzt hafði. Einn Zambíumannanna, innflutt- ur Breti, Bev Burrage að nafni, bauðst strax til að fara niður fetin 15.700 að Top Hut, þar sem voru meðöl og umbúðir til notkunar í neyðartilfellum og radíótæki, sem gekk fyrir rafhlöðum, hlöðnum af sólarljósinu. Eftir nærri tveggja og hálfrar stundar klifur þangað nið- ur í myrkrinu, komst hann niður gerði lögreglunni í Naro Moru, þorpi við rætur fjallsins, viðvart.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.